Liðakeppni í stærðfræði
Liðakeppni í stærðfræði fer fram komandi laugardag, 29. janúar kl. 10 í Gamla skóla. Lið skipa 2-5 nemendur sem ekki þurfa að vera úr sama bekk. Skráning hjá stærðfræðikennurum.
Liðakeppni í stærðfræði fer fram komandi laugardag, 29. janúar kl. 10 í Gamla skóla. Lið skipa 2-5 nemendur sem ekki þurfa að vera úr sama bekk. Skráning hjá stærðfræðikennurum.
Gettu betur lið MR er komið áfram í keppninni eftir góðan árangur liðsins í keppni gærdagsins, við óskum þeim til hamingju.
Kæru nemendur og forráðamenn Gleðilegt ár og takk fyrir það liðna. Nú herjar veiran á okkur sem aldrei fyrr og margir hafa veikst síðustu daga. Veikindi önnur en Covid verða áfram tilkynnt í gegnum INNU líkt og áður þ.e. ef [...]
Kennsla hefst aftur að loknu jólafríi þann 5. janúar. Kennt verður eftir stundaskrá. Hlökkum til að sjá ykkur aftur.
Próftöflur fyrir sjúkrapróf hefur verið birt á heimasíðunni, hægt er að sjá próftöflurnar undir gagnlegar síður eða hér: 4.bekkur 5.bekkur 6.bekkur
Lesaðstaða fyrir nemendur verði opin í Íþöku 8-16 og í húsnæði Dómkirkjunnar 10-18 alla virka daga á meðan á prófum stendur.
Eystrasaltskeppnin í stærðfræði var þetta árið haldin á Íslandi og þátttakendur frá hinum ýmsum nágrannalöndum okkar þreyttu keppnina í húsakynnum Menntaskólans. Fyrir Íslands hönd kepptu Benedikt Vilji Magnússon 5.X, Kirill Zolotuskiy 5.X, Selma Rebekka Kattoll 6.X, Viktor Már Guðmundsson 6.X [...]
Nemendur á málabraut fóru í heimsókn í Veröld - Hús Vigdísar og fengu þar að njóta og upplifa sýninguna Mál í mótun. Nemendur voru sammála um að sýningin er afar vel heppnuð og höfðu bæði gagn og gaman af.
Búið er að innleiða nýjar reglur varðandi sóttvarnir. Grímuskylda verður tekin upp að nýju, reglurnar eru í raun þær sömu og við bjuggum við fyrir ekki svo löngu síðan: allir bera grímur á göngum skólans en nemendur mega taka niður [...]