Heilsustefna Menntaskólans í Reykjavík

 

Menntaskólinn í Reykjavík er þátttakandi í verkefninu heilsueflandi framhaldsskóli. Í aðalnámsskrá framhaldsskóla frá 2011 er heilbrigði og velferð einn af sex grunnþáttum menntunar.

Með þátttöku í þessu verkefni vill skólinn leggja sitt af mörkum til að bæta heilsu og líðan bæði nemenda og starfsmanna. Nemendur og starfsmenn eru hvattir til þess að taka virkan þátt í fjölbreyttum verkefnum tengdum hreyfingu og geðrækt og vera meðvituð um gildi betri líðanar. Heilsustefnunni er ætlað að hafa áhrif á allar daglegar venjur og starf í skólanum.

Þeir þættir sem stefnan tekur til eru næring, öryggi, hreyfing, geðrækt og heilbrigður lífsstíll.

Næring

Markmið:

  • Auka neyslu grænmetis og ávaxta bæði hjá nemendum og starfsfólki.
  • Auka vatnsneyslu.
  • Gildi góðrar næringar verði haldið á lofti.

Leiðir að markmiðum:

  • Kaupa „boost“ vél í Kakóland.
  • Kaupa vatnsvél fyrir nemendur.

Hreyfing

Markmið:

  • Hvetja nemendur og starfsfólk til að ástunda heilbrigt líferni m.a. með aukinni hreyfingu.

Leiðir að markmiðum:

  • Hvetja til þátttöku í hreyfitengdum verkefnum eins og til dæmis Lífshlaupinu eða Hjólað í vinnuna.
  • Hvetja nemendur til þátttöku í ýmsum íþróttamótum sem þeim stendur til boða.
  • Bjóða upp á gönguferðir í samstarfi við íþróttakennara.
  • Setja upp kort á kennarastofunum með gönguleiðum í nágrenni skólans.
  • Setja upp hjólaskýli.

Geðrækt og lífsstíll

Markmið:

  • Að nemendum og starfsfólki skólans líði vel í námi og starfi.
  • Að auka vitund um heilbrigðan lífsstíl.
  • Að efla góðan starfsanda í skólanum.
  • Að skólinn sé tóbaks-, áfengis- og vímuefnalaus vinnustaður.

Leiðir að markmiðum:

  • Bjóða upp á hvíldarherbergi fyrir nemendur.
  • Hafa geðræktarhillu á bókasafninu með ýmsum bókum sem tengjast markmiðum verkefnisins.
  • Vera með geðræktarkassa á heimasíðu skólans, þar yrði ýmislegt efni og tenglar sem tengjast markmiðum verkefnisins.
  • Hafa fyrirlestra einu sinni á önn fyrir nemendur og/eða starfsfólk um ýmis efni sem tengjast markmiðum verkefnisins.
  • Vera með veggspjöld sýnileg með upplýsingum um heilbrigðan lífsstíl eða hvert er hægt að leita eftir aðstoð.
  • Hafa stoðteymi sem styðja nemendur sem eru í erfiðleikum. Í þessu stoðteymi eru hjúkrunarfræðingur, náms-og starfsráðgjafar og forvarnafulltrúi.