Jafnlaunastefna Menntaskólans í Reykjavík byggir á jafnréttisáætlun skólans. Markmið Menntaskólans er að tryggja það að starfmenn fái greidd sömu laun fyrir jafnverðmæt og sambærileg störf óháð kyni. Skólinn skuldbindur sig til að hafa árlegt eftirlit með að jafnlaunastefnunni sé framfylgt og ef einhver frávik koma fram mun skólinn bregðast við, leita skýringa og vinna að úrbótum.

Rektor skólans ber ábyrgð á jafnlaunakerfinu, það er í samræmi við lög nr 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Stjórnendur MR bera ábyrgð á innleiðingu og viðhaldi jafnlaunastefnunnar í samráði við jafnlaunastaðalinn. Stjórnendur bera ábyrgð á gæðum og skilvirkni jafnlaunakerfisins og gera tillögur um úrbætur ef þarf.

Stjórnendur skulu árlega setja fram jafnlaunamarkmið og rýna í niðurstöður jafnlaunagreininga. Stjórnendur, í samráði við jafnréttisnefnd skólans, skulu endurskoða jafnlaunamarkmiðin reglulega. Stjórnendur skuldbinda sig til stöðugra umbóta og munu fylgja gildandi lögum og reglum á þessu sviði.