Bókhlaðan Íþaka er skólabókasafn. Meginmarkmið starfseminnar er að veita nemendum, kennurum og öðrum starfsmönnum skólans aðgang að bókum, upplýsingum og heimildum vegna náms og kennslu.

Bókasafnið er opið frá kl. 8:00 til 16:00 alla virka daga. Safnið er opið öllum nemendum, kennurum og starfsfólki skólans. Útlánstími er allt frá einum sólarhring upp í fjórar vikur. Lánþegar greiða ekki fyrir útlán en bera ábyrgð á þeim gögnum sem fengin eru að láni.

Bókasafn Íþöku er þátttakandi í Gegni, samskrá íslenskra bókasafna. Hægt er að finna mest allan safnkost Íþöku þar. Safnkostur er fjölbreyttur: bækur, tímarit, dvd-diskar, geisladiskar og fleira.

Bókasafnið er nettengt og hafa nemendur aðgang að tölvum og prentara.

Í Íþöku er lessalur fyrir 34 nemendur. Hann er opinn mánudaga til föstudaga frá kl. 8:00 – 16:00. Á prófatímum er opnunartíminn sveigjanlegri, einnig er opið um helgar. Á lessal eru orðabækur og aðrar handbækur og eru þær einungis til nota innan skólans.

Starfsmaður

  • Arna Emilía Vigfúsdóttir
  • Forstöðumaður bókasafns
  • Sími: 545-1920
  • Netfang: arnemma@mr.is