Skólinn er opnaður klukkan 7:30 og er opinn þangað til að kennslu lýkur.

Skrifstofa skólans er á 1. hæð og er opin milli 8 og 15.

Forföll (stakir tímar t.d. vegna læknisheimsókna) og veikindi (heill dagur) eru skráð í gegnum Innu.

Ef nemendur eru yngri en 18 ára þá þarf veikinda/forfalla skráning að fara í gegnum forráðamenn.

Ef nemdur eru sjálfráða skrá þeir veikindi/forföll sjálfir og foreldrar senda staðfestingu með tölvupósti til kennslustjóra (oloferna@mr.is) eða nemendur skila inn læknisvottorði.

Íþaka er opin milli 8 og 16.

Lesaðstaða fyrir nemendur á efri hæð Íþöku.

Umsjónarkennarar fylgjast með framvindu náms hjá sínum umsjónarnemendum. Þeir boða nemendur í viðtöl til að fylgjast með námi og líðan.

Forrráðamenn geta óskað eftir fundum með umsjónarkennurum eða námsráðgjöfum ef þeir vilja nánari upplýsingar um námsframvindu barna sinna.

Skólinn notar upplýsingakerfið Innu til að halda utan um mætingu og framvindu náms hjá nemendum. Þeir sem skráðir eru forráðamenn nemenda hafa aðgang í gegnum rafræn skilríki. Forráðamenn geta sjálfir leiðrétt upplýsingar sem þar eru t.d. breytt netfangi eða símanúmerum.

Aðgangur forráðamanna rennur út þegar nemandinn verður 18 ára. Athugið að nemendur geta framlengt aðgang forráðamanna í Innu. Það er gert með því að smella á myndina af nemandanum efst í hægra horni, velja „Ég“ og síðan „Aðstandendur“. Ef það er „Nei“ í reitnum „Aðgangur“ þá hefur aðstandandi ekki aðgang. Því er breytt með því að smella á blýantinn.

Nemendum skólans er skylt að sækja allar kennslustundir samkvæmt stundaskrá og koma stundvíslega í hverja kennslustund.

Gefin er einkunn fyrir skólasókn í 4. og 5. bekk. Forföll nemanda eru reiknuð sem hlutfall af heildartímafjölda hvers misseris. Einkunn er ákvörðuð samkvæmt eftirfarandi einkunnastiga:

Skólasóknarhlutfall í % Einkunn Athugasemd (sjá 5.1-5.2)
97-100 10
95-96 9
93-94 8
91-92 7
89-90 6
87-88 5 Viðvörun
85-86 3 Rektorsáminning
80-84 1
<80

Einkunn fyrir skólasókn vetrarins er talin með lokaeinkunnum í námsgreinum þegar aðaleinkunn á ársprófi er reiknuð. Skólasóknareinkunn vetrarins er meðaltal skólasóknareinkunna haust- og vormisseris.

Nemendur 6. bekkjar fá ekki skólasóknareinkunn en viðvistarhlutfall síðasta árið er skráð á stúdentsskírteini þeirra.

Nemendum ber sjálfum að fylgjast með skólasókn sinni. Upplýsingar um hana er að finna í Innu, upplýsingakerfi framhaldsskólanna, sem nemendur hafa aðgang að.  Ef nemendur telja eitthvað athugavert við viðveruskráninguna þarf að gera athugasemd eigi síðar en 3 vikum eftir skráningu. Slóðin er Inna.is og má finna á mr.is.

Ef nemendur þurfa að sækja um leyfi, til dæmis vegna utanlandsferða, íþrótta-eða tónlistarviðburða, er það gert með umsókn til skólaráðs. Fylla þarf út umsóknarblað og því síðan skilað á skrifstofu skólans ásamt fylgigögnum. Skólaráð fundar annan hvern þriðjudag og fjallar þá um þær leyfisumsóknir sem komnar eru. Kennslustjóri sér um að tilkynna nemendum um afgreiðslu skólaráðs.

Ef forráðamenn hafa áhyggjur af námsframvindu nemenda þá er best að byrja á því að hafa samband við umsjónarkennara.

Ef nemendur gleyma lykilorðum sínum fyrir tölvukerfi skólans er hægt að hafa samband við skrifstofustjóra (helgaliv@mr.is).

Námsráðgjafar veita ráðgjöf um ýmis mál sem tengjast námi, náms- og starfsvali og persónulegum högum nemenda. Tveir námsráðgjafar starfa við skólann, þær Anna Katrín (annakatrin@mr.is) og Guðrún (gudrunth@mr.is)

Kennslustjóri sér um mætingu, veikindi og forföll (oloferna@mr.is).

Konrektor sér um mat á námi úr öðrum skólum, brautarskipti og annað sem við kemur breytingum á námsferli (einar@mr.is).

Foreldrafélagið starfar með skólanum sem tengiliður við foreldra. Það stendur fyrir kynningar-og umræðufundum um ýmis mál er varða foreldra.

Á síðu foreldrafélagsins má meðal annars kynna sér hverjir eru í stjórn félagsins og sjá fundargerðir.