Í Menntaskólanum í Reykjavík er unnið samkvæmt menntastefnu sem reist er á grunnþáttum menntunar þar sem áhersla er lögð á þátttöku í lýðræðislegu samfélagi, læsi, sjálfbærni, heilbrigði, jafnrétti og sköpun. Skólinn kappkostar að efla þroska nemenda, stuðla að umburðarlyndi og víðsýni, sem og meðvitund um sjálfbæra og heilbrigða lifnaðarhætti. Skólinn starfar samkvæmt  heilsueflandi markmiðum framhaldsskóla sem felast í að auka andlegt og líkamlegt heilbrigði og velferð nemenda. Þátttaka nemenda og starfsfólks í erlendu samstarfi er mikilvægur þáttur skólastarfsins sem styður við ofangreinda grunnþætti menntunar.

Markmið erlends samstarfs með dæmum um hvernig það þjónar stefnu skólans:

 • að undirbúa þátttöku í lýðræðislegu samsfélagi, stuðla að skilningi á mannréttindum, umburðarlyndi og víðsýni
  • með því að eiga lifandi samskipti við jafnaldra og starfsfélaga í öðrum löndum við ólíkar aðstæður, setja sig í annarra spor og deila eigin reynslu.
 • að stuðla að læsi, gagnrýnni og skapandi hugsun
  • erlent samstarf styður við tungumála- og menningarlæsi nemenda og starfsfólks.
  • samstarfsverkefni geta haft sértæk læsismarkmið, t.d. að styðja við vísindalæsi eða umhverfislæsi.
  • samstarfsverkefnum fylgja áskoranir og gjarnan óvæntar aðstæður sem krefjast lausnamiðaðrar hugsunar sem er gagnrýnin og skapandi.
 • að stuðla að sjálfbærni, heilbrigðum lifnaðarháttum og vellíðan
  • með því að deila reynslu og skoða eigin viðhorf gagnvart annarra og eigin lifnaðarháttum hvað varðar nýtingu auðlinda, mataræði, hreyfingu og geðheilbrigði svo eitthvað sé nefnt.
  • með því að kynnast fjölbreyttum viðhorfum á breiðum grundvelli.
  • með því að tileinka sér nýja reynslu og fá innblástur til að auka fjölbreytni, tilbreytingu, gleði og ánægju í skólastarfinu.

Leiðir að markmiðum

Í viðleitni til að ná ofangreindum markmiðum er stefnt að því að:

 • viðhalda tengslaneti sem hefur orðið til í fyrri samstarfsverkefnum
 • virkja kennara og annað starfsfólk
  • kynna stefnu skólans í erlendu samstarfi og aðgerðaráætlun
  • kynna möguleika á erlendu samstarfi og kosti þess fyrir skólasamfélagið
 • sækja um Erasmus+ aðild
 • sækja um styrki, sérstaklega Erasmus+ styrki og Nordplus verkefni
  • með þátttöku nemenda og kennara
   • námsferðir
   • móttaka erlendra gesta
  • með þátttöku kennara og annars starfsfólk skólans
   • endurmenntun
   • ráðstefnur og fundir
  • skilgreina stöðugildi og starfslýsingu verkefnastjóra erlends samstarfs
  • skilgreina hlutverk fjármálastjóra hvað snertir umsjón styrkja fyrir erlent samstarf

Aðgerðaáætlun 2022-2027

 

Aðgerð Tímaviðmið Þátttakendur Ábyrgð
Viðhald tengslanets Allt tímabilið Umsjónarmenn og þátttakendur fyrri verkefna Umsjónarmenn fyrri verkefna
Skilgreining stöðugildis verkefnastjóra erlends samstarfs Haustmisseri 2022 Rektor, konrektor, kennslustjóri Rektor
Skilgreining fjármálastjórnar styrkja til erlends samstarfs Haustmisseri Fjármálastjóri, verkefnastjóri erlends samstarfs, rektor Rektor
Umsjón með fjármálum erlends samstarfs

 • útgjöld
 • afstemming og uppgjör
Allt tímabilið Fjármálastjóri og verkefnastjóri erlends samstarfs Fjármálastjóri og verkefnastjóri erlends samstarfs
Kynning innan skólans á stefnu skólans í erlendu samstarfi, kosti þess og tækifærum til  þátttöku Allt tímabilið Kennarar og annað starfsfólk Verkefnastjóri erlends samstarfs
Umsókn um Erasmus+ aðild Haustmisseri 2022 Stjórnendur, verkefnastjóri erlends samstarfs og áhugasamir kennarar Verkefnastjóri erlends samstarfs
Umsóknir um Erasmus+ verkefni og Nordplus verkefni Árlega skv. reglum hvers sjóðs Verkefnastjóri erlends samstarfs og kennarar Verkefnastjóri erlends samstarfs
Þátttaka í námsferðum nemenda og mótttöku erlendra gesta Árlega skv. áætlunum hvers verkefnis

 • 1-3 ferðir á hverju skólaári tímabilsins
Nemendur, foreldrar og kennarar Umsjónamaður verkefnis og / eða verkefnastjóri erlends samstarfs
Þátttaka í náms- og endurmenntunarverkefnum starfsfólks Árlega skv. áætlunum hvers verkefni

 • 1-3 ferðir á hverju skólaári tímabilsins
Kennarar og annað starfsfólk Umsjónarmaður verkefnis og / eða verkefnastjóri erlends samstarfs