Sérúrræði í jóla- og vorprófum

Nemendur sem eru með greiningu á sértækum námsörðugleikum, hafa búið lengi erlendis, tala íslensku sem annað tungumál eða eru tvítyngdir geta sótt um eftirfarandi í jóla- og vorprófum:

Lengri próftíma

Lituð blöð

Upplestur (talgervill) á prófum í erlendum tungumálum

Nauðsynlegt er að koma í viðtal til náms- og starfsráðgjafa þegar sótt er um sérúrræði. Auk þess þarf að skila inn gögnum til staðfestingar á greiningu ef nemandi er með greiningu. Ekki er nauðsynlegt að skila greiningunum sjálfum, vottorð frá sérfræðingi um að nemandi sé með greiningu er nægjanlegt.

Ef nemandi telur sig þurfa á sérúrræðum að halda vegna annarra vandkvæða þarf að koma í viðtal í náms- og starfsráðgjafa.

Frestur til að sækja um sérúrræði er til og með 30. október.

Leiðbeiningar um umsókn fyrir sérúrræði

Sótt er um á Innu, undir flipanum Skrá sérúrræði, á forsíðu.

Merkt við það sem óskað er eftir: Lengri próftíma, lituð blöð, upplestur á prófi (gildir aðeins fyrir erlend tungumál).

Þegar sótt er um að fá Lituð blöð þarf að skrá í reitinn hvaða litur hentar best.

Þegar sótt er um Upplestur á prófi er skráð í reitinn Annað hvaða tungumál umsóknin á við, t.d. enska, danska, franska.

Þegar umsókn hefur verið samþykkt fær nemandi og forráðamenn nemenda undir 18 ára staðfestingu í tölvupósti.