Sérúrræði í jóla- og vorprófum

Nemendur sem eru með greiningu á sértækum námsörðugleikum, hafa búið lengi erlendis, tala íslensku sem annað tungumál eða eru tvítyngdir geta sótt um eftirfarandi í jóla- og vorprófum:

Lengri próftíma

Lituð blöð

Upplestur (talgervill) á prófum í erlendum tungumálum

Sótt er um sérúrræði hjá náms- og starfsráðgjafa. Best er að senda tölvupóst og panta tíma. Nauðsynlegt er að skila inn gögnum til staðfestingar á greiningu ef nemandi er með greiningu. Ekki er þörf á að skila greiningunum sjálfum, vottorð frá sérfræðingi um að nemandi sé með greiningu er nægjanlegt.

Ef nemandi telur sig þurfa á sérúrræðum að halda vegna annarra vandkvæða þarf að koma í viðtal í náms- og starfsráðgjafa.

Frestur til þess að sækja um sérúrræði í jólaprófum er til og með 20. október.

Frestur til að sækja um sérúrræði í vorprófum er til og með 20. mars.

Þegar búið er að skrá sérúrræði fyrir nemanda einu sinni haldast þau inni allan námstímann nema að nemandi óski eftir öðru.

Þegar umsókn hefur verið samþykkt fær nemandi og forráðamenn nemenda undir 18 ára staðfestingu í tölvupósti.