Jafningjaráðgjöf MR

Skrifstofa jafningjaráðgjafa er á Amtmannsstíg. Sími 545 1931.

Jafningjaráðgjöf er starfrækt í Menntaskólanum í Reykjavík. Jafningjaráðgjafar eru embættismenn Skólafélagsins en starfa undir stjórn og handleiðslu náms- og starfsráðgjafa.

Jafningjaráðgjafar eru nemendur úr efri bekkjum skólans sem miðla af reynslu sinni til þeirra sem eru skemmra á veg komnir í námi.

Viðfangsefni jafningjaráðgjafa er t.d. að:

  • veita nemendum aukna þjónustu og val á samnemendaráðgjöf.
  • vera nemendum innan handar á skólaskemmtunum.
  • veita nýnemum upplýsingar um deildir og einstakar námsgreinar.
  • skipuleggja háskólakynningar
  • skipuleggja stoðtíma í einstökum greinum.