Menntaskólinn í Reykjavík

Námsráðgjöf

Náms- og starfsráðgjöf, þjónusta við nemendur

 

Markmið ráðgjafarinnar er að veita nemendum þjónustu í málum sem tengjast persónulegum högum þeirra, námi og náms- og starfsvali.
Náms- og starfsráðgjöf er skilvirkt forvarnastarf og hún fer fram í trúnaði.

Hlutverk námsráðgjafa er fjórþætt, þ.e.:

 1. fyrirbyggjandi: Starfið grundvallast á því að skapa hverjum nemenda sem bestar aðstæður í skólanum og greiðan aðgang að trúnaðarmanni sem getur veitt aðstoð.
 2. græðandi: Námsráðgjafi er trúnaðarmaður og málsvari nemenda og aðstoðar þá við lausn persónulegra vandamála sem hindra þá í námi. Hann er bundinn þagnarskyldu.
 3. fræðandi: Námsráðgjafi safnar og miðlar upplýsingum um nám og störf.
 4. þroskandi: Námsráðgjafi stuðlar að auknum skilningi nemenda á eigin stöðu og möguleikum í námi og starfi og þjálfar þá til sjálfsábyrgðar.
 • Það er eðlilegt að þurfa að fást við vandamál, áhyggjur og erfiðleika.
 • Það er sjálfsagt og eðlilegt að leita sér upplýsinga, stuðnings og aðstoðar.
 • Það er mikilvægur liður í þroska hvers manns að takast á við erfiðleika .

 

Hafðu samband við náms- og starfsráðgjafa, t.d. ef eitthvað af því, sem hér er nefnt fyrir neðan, á við um þig:

Vandi í námi er t.d.:

 • einbeitingarvandi,
 • að skilja ekki námsefnið,
 • að þurfa að endurtaka bekk.

Sértækir námsörðugleikar eru t.d:

 • lesblinda,
 • ritblinda,
 • prófkvíði.

Athugið:
Nemendur geta sótt um það til námsráðgjafa að tekið verði tillit til þeirra í jóla- og vorprófum. Vinsamlega kynnið ykkur reglurnar. Sjá nánar. 
Umsókn þarf að berast náms- og starfsráðgjafa á fyrstu 4 vikum hvors misseris.

Persónuleg vandamál eru t.d.:

 • kvíði 
 • viðvarandi vanlíðan,
 • óbærilegt leyndarmál.

Breytingar á högum eru t.d.:

 • þungun,
 • veikindi eða
 • skilnaður foreldra.

Samskiptavandi er t.d.:

 • rifrildi eða ósætti heima,
 • vinaleysi eða einangrun.

Náms- og starfsval er t.d.:
að kynnast valmöguleikum í námi og störfum. Nemendur geta tekið áhugakönnun LSS eða Strong, sjá nánar.

Náms- og starfsráðgjöf MR, sími  5451930
Náms- og starfsráðgjafi er trúnaðarmaður og málsvari nemenda og aðstoðar þá við lausn vandamála sem hindra þá í námi. Hann er bundinn þagnarskyldu um öll einkamál nemenda og gefur ekki upp nöfn eða erindi þeirra sem til hans leita eða ræðir mál þeirra á þann hátt að greina megi um hvern er að ræða.

Náms- og starfsráðgjöf Menntaskólans í Reykjavík er til  húsa í kjallara Villa Nova.
Náms- og starfsráðgjafar eru Toby Sigrún Herman sem er í leyfi og Guðrún Þorbjörg Björnsdóttir, netfang: gudrunth hjá mr.is, sími 5451929.  

Nemendaráðgjöf MR, sími 5451931
Undir handleiðslu náms- og starfsráðgjafa er nemendaráðgjöf starfrækt í MR.
Sjá nánar

       


Verið velkomin,
Toby Sigrún Herman, náms- og starfsráðgjafi,
Guðrún Þorbjörg Björnsdóttir, náms- og starfsráðgjafi,
Dagný Broddadóttir, náms- og starfsráðgjafi,
og nemendaráðgjafar Menntaskólans í Reykjavík.