Árið 1883 var nemenda- og málfundafélagið Framtíðin stofnað og hefur starfað í Menntaskólanum í Reykjavík síðan þá. Félagið hefur fylgt nemendum skólans í gegnum súrt og sætt, eflt mælsku- og ritlist innan skólans og haldið skemmtanir fyrir nemendur af ýmsu tagi. Félagið hefur haft umsjón með MORFÍs liði skólans og hinum árlega MR-VÍ degi. Það gefur út elsta skólablað landsins, Skinfaxa, sem nú hefur sameinast Skólablaðinu og heitir nú Skólablaðið Skinfaxi. Einnig sér félagið um böll nemenda eftir áramót en meðal þeirra er Árshátíð Framtíðarinnar og Miðannaball Framtíðarinnar.

Félagið hefur merka sögu að baki. Í stjórn þess hafa setið þjóðkunnir einstaklingar og þá oft þekktir stjórnmálamenn. Einnig starfa ótal undirfélög, nefndir og ráð innan Framtíðarinnar en þau eru: Auglýsinganefnd MR, Feministafélagið Aþena, Grænkerafélagið, Hagsmunaráðið, Hinseginfélagið Catamitus, Lagatúlkunarnefnd MR, Ljósmyndafélag MR, Mannréttindafélagið Cyrus, Róðrafélag MR, ritnefnd Skólablaðsins Skinfaxa, Skrallfélagið, Lúdó, Fífanefndin, Gjörningafélagið, Gólffélagið, Góðgerðafélagið, Heimspekifélagið, stjórn Frúardags, Leynifélagið, ritnefnd Loka Laufeyjarsonar, Skákfélagið, Andavinafélagið, Spilafélagið, Stuðmannafélagið, Vísindafélagið, Zkáldzkaparfélagið og Öldungarráðið. Að auki er innan Framtíðarinnar stjórn félagsins, amtljónsfjölskyldan og eftirfarandi einstaklingsembætti; blóraböggull, Don Pósei og tímavörður. Eins og heyra má er nóg í boði. Stjórn félagsins sér um utanumhald og yfirsýn en í henni sitja:

Maggi Snorrason, forseti (maggi@mr.is, 693 7742)

Lilja Kolbrún Schopka, ritari (liljaschopka@gmail.com, 666 5262)

Ísar Máni Birkisson, gjaldkeri (isar.mani.birkisson@gmail.com, 823 4743)

Ólafur Marcel Rusak, amtmaður (olaf02rus@gmail.com, 694 5323)

Helgi Hrafn Bergmann, amtmaður (hhrafn02@gmail.com, 856 9610)

Ingibjörg Hjaltadóttir, markaðsstjóri (ingibjorghhjalta@gmail.com, 659 4009)

Hægt er að hafa samband á samfélagsmiðlum félagsins (@framtidin) og í netfangið framtidin@mr.is. Í forsvari fyrir leikfélagið er Elís Þór Traustason og hægt að ná í hann í síma 788 1002 eða senda póst á elisthor11@gmail.com.