Alþjóðleg samskipti

Alþjóðleg samskipti eru mikilvægur þáttur í starfi Menntaskólans í Reykjavík. Skólinn tekur á móti fjölda erlendra gesta á hverju ári og nemendur og kennarar skólans sækja erlenda samstarfsskóla heim. Undanfarin ár hafa nemendur farið með kennurum sínum í tungumálum og bókmenntum í menningarferðir til nokkurra borga, t.d. Berlínar, Rómar, Barcelona, London og Parísar.

Gestakennarar

Tungumálakennarar skólans fá reglulega til sín erlenda gestakennara á vegum Erasmus+. 

Erasmus+ skólaverkefni

Skólinn hefur tekið þátt í skólaverkefnum Eramsus+ menntaáætlunarinnar frá því að hún hófst haustið 2014. Þátttaka í slíkum verkefnum gefur fjölda nemenda tækifæri til að ferðast á framandi slóðir og kynnast erlendum jafnöldrum sínum. Jafnframt þjálfa nemendur tungumálakunnáttu sína og bæta við þekkingu og reynslu sem nýtist í námi og starfi. Ávinningur skólans af þátttöku í skólaverkefnum felst einnig í eflingu þekkingar og reynslu kennara sem hlýst af samstarfi við erlenda samstarfsaðila.

Þau ánægjulegu tíðindi hafa borist að umsókn skólans um aðild að Erasmus+ áætluninni hefur verið samþykkt. Aðild að Erasmus+ áætluninni felur í sér samkomulag milli skólans og Landsskrifstofu Erasmus+ sem tryggir skólanum fjármagn til evrópsks samstarfs á tímabilinu 2023-2027. Skólinn hefur lagt fram áætlun um alþjóðastarf og sett fram markmið sem fela í sér að styðja við fjölbreytt námsframboð skólans, gefa nemendum tækifæri til að taka þátt í samstarfsverkefnum með evrópskum jafnöldrum og styðja við samstarf og endurmenntun starfsfólks.

Nordplus

Vorið 2020 fékk skólinn styrk til að taka þátt í samstarfsverkefni við Røros menntaskólann í Noregi. Verkefnið heitir Fælles rødder, fælles fremtid og fjallar um tungumál og bókmenntir landanna. Hægt er að sjá heimasíðu verkefnisins hér.

Uppbyggingarsjóður EES (EEA Grants)

Skólinn fékk styrk frá Uppbyggingarsjóði EES ásamt menntaskóla í Debica, Póllandi.

Verkefnið fjallar um mælingar á svifryki með nemum sem tengdir eru örtölvum. Nemendur setja saman örtölvur, forrita þær, hanna tilraunir til svifryksmælinga, safna gögnum og kynna þau í lok verkefnisins á ráðstefnu sem haldin verður í Póllandi á vormisseri. Alls taka 20 nemendur frá MR og 20 nemendur frá II Secondary School them. priest Jan Twardowski í Debica.

Hægt er að sjá heimasíðu verkefnisins hér.

Tímabil Heiti verkefnis
2023-2024 Air quality research as a path to knowledge
Menntaskólinn í Reykjavík hóf í haust samstarf við menntaskóla í Dębica, Póllandi. Í verkefninu læra nemendur að setja saman og forrita örtölvur tengdar svifryksnemum. Búnaðurinn er svo notaður til að mæla styrk svifryks í andrúmsloftinu við mismunandi aðstæður.
Í september var haldin fundur verkefnisins á Íslandi og má sjá fréttir af þeirri heimsókn hér (newsletter). 
2021-2023 Digital Readiness for European Distance Learning. Samstarf milli MR og skóla í Grikklandi, Portúgal, Serbíu og Belgíu.
Menntaskólinn í Reykjavík hóf í í haust stefnumótandi samstarf fimm skóla sem staðsettir eru í löndum um alla Evrópu: Grikklandi, Portúgal, Íslandi, Serbíu og Belgíu. Yfirskrift þess er „Digital Readiness for European Distance Learning“ (DIGI.R.E.DI.L) og mun það standa í 24 mánuði. Samstarfsskólar tilheyra allir framhaldsskólanámi, flestir í verknámi. Kennarar sem taka þátt hafa reynslu af notkun upplýsinga- og samskiptatækni og fjarkennslu löngu áður en COVID-19 setti takmarkanir sínar á skólalífið líka.
Fyrsti fundur verkefnisins var haldin á Íslandi og má sjá fréttir af þeirri heimsókn hér.
Ferðir 2021:
September, ÍslandFerðir 2022:Febrúar, Belgía. Fréttir úr ferðinni má sjá hér.

September, Serbía. Fréttir úr ferðinni má sjá hér.

Ferðir 2023

Janúar, Grikkland. Fréttir úr ferðinni má sjá hér.

Mars, Portúgal. Fréttir úr ferðinni má sjá hér.

Here are the newsletters in English: no. 1, no. 2, no. 3, no. 4, no. 5

2018-2020 WWM – Way With Maths or World Wide Maths þetta er samstarfsverkefni sex þjóða: Íslands, Þýskalands, Hollands, Grikklands, Ítalíu og Spánar.

Í verkefninu er stærðfræði, menning og saga sameinuð. Áhersla er lögð á notkun nýrra miðla og opins hugbúnaðar. Nemendur hafa búið í hjá fjölskyldum í viðkomandi landi, mætt í skólann og unnið að stærðfræðilegum verkefnum sem eru tengd við menningu staðanna. Sem dæmi má nefna þegar nemendur hittust í Sevilla á Spáni var unnið að mósaik gerð í Geogebra eftir fyrirmyndum frá Alcazar höllinni sem þekkt er fyrir glæsileg mynstur. Í Hollandi lærðu nemendur að búa til mynstur í anda M.C.  Escher, en þá er sama mynstrið gert aftur og aftur með speglun og hliðrun.

2017-2020

ROOTS – Routes to Outdoor Oriented Teaching and Sustainability – http://roots.hersby.net/

Routes to Outdoor Oriented Teaching and Sustainability er alþjóðlegt Erasmus+ verkefni sem Menntaskólinn í Reykjavík leiðir. Samstarfsskólarnir eru í Svíþjóð, Slóveníu, Spáni og Grikklandi. Markmið verkefnisins er að samþætta útivist og heilsueflingu við nám í margvíslegum greinum. Nemendur þræða gönguleiðir, skoða náttúrufyrirbæri og menningarminjar hvers svæðis, og vinna verkefni þeim tengd í hverju þátttökulandi. Haustið 2019 tókum við í MR á móti nemendum og kennurum frá samstarfsskólunum. Við gengum hluta af Reykjaveginum og Kóngsveginum, gistum í Skólaselinu í Hveragerði og nýttum nágrennið þar til verkefnavinnu og útivistar.

Ferðir 2019:

Febrúar, Svíþjóð

September, Ísland

Ferðir 2020:

Mars, Spánn – frestast vegna Covid-19

2016-2019 Georesources

Farið var í síðustu ferðina vorið 2019. Tólf nemendur fóru ásamt tveimur kennurum til Osló.

2014-2017 Water – A European Task in a Global Context