Alþjóðleg samskipti

Alþjóðleg samskipti eru mikilvægur þáttur í starfi Menntaskólans í Reykjavík. Skólinn tekur á móti fjölda erlendra gesta á hverju ári og nemendur og kennarar skólans sækja erlenda samstarfsskóla heim. Undanfarin ár hafa nemendur farið með kennurum sínum í tungumálum og bókmenntum í menningarferðir til nokkurra borga, t.d. Berlínar, Rómar, Barcelona, London og Parísar.

Gestakennarar

Tungumálakennarar skólans fá reglulega til sín erlenda gestakennara á vegum Erasmus+. 

Erasmus+ skólaverkefni

Skólinn hefur tekið þátt í skólaverkefnum Eramsus+ menntaáætlunarinnar frá því að hún hófst haustið 2014. Þátttaka í slíkum verkefnum gefur fjölda nemenda tækifæri til að ferðast á framandi slóðir og kynnast erlendum jafnöldrum sínum. Jafnframt þjálfa nemendur tungumálakunnáttu sína og bæta við þekkingu og reynslu sem nýtist í námi og starfi. Ávinningur skólans af þátttöku í skólaverkefnum felst einnig í eflingu þekkingar og reynslu kennara sem hlýst af samstarfi við erlenda samstarfsaðila.

Nordplus

Vorið 2020 fékk skólinn styrk til að taka þátt í samstarfsverkefni við Røros menntaskólann í Noregi. Verkefnið heitir Fælles rødder, fælles fremtid og fjallar um tungumál og bókmenntir landanna.

Tímabil Heiti verkefnis
2018-2020 WWM – Way With Maths or World Wide Maths þetta er samstarfsverkefni sex þjóða: Íslands, Þýskalands, Hollands, Grikklands, Ítalíu og Spánar.

Í verkefninu er stærðfræði, menning og saga sameinuð. Áhersla er lögð á notkun nýrra miðla og opins hugbúnaðar. Nemendur hafa búið í hjá fjölskyldum í viðkomandi landi, mætt í skólann og unnið að stærðfræðilegum verkefnum sem eru tengd við menningu staðanna. Sem dæmi má nefna þegar nemendur hittust í Sevilla á Spáni var unnið að mósaik gerð í Geogebra eftir fyrirmyndum frá Alcazar höllinni sem þekkt er fyrir glæsileg mynstur. Í Hollandi lærðu nemendur að búa til mynstur í anda M.C.  Escher, en þá er sama mynstrið gert aftur og aftur með speglun og hliðrun.

Ferðir 2019:

Febrúar, Spánn

September, Grikkland

Nóvember, Holland

Ferðir 2020:

Mars, Ítalía – frestast vegna Covid-19

2017-2020

ROOTS – Routes to Outdoor Oriented Teaching and Sustainability – http://roots.hersby.net/

Routes to Outdoor Oriented Teaching and Sustainability er alþjóðlegt Erasmus+ verkefni sem Menntaskólinn í Reykjavík leiðir. Samstarfsskólarnir eru í Svíþjóð, Slóveníu, Spáni og Grikklandi. Markmið verkefnisins er að samþætta útivist og heilsueflingu við nám í margvíslegum greinum. Nemendur þræða gönguleiðir, skoða náttúrufyrirbæri og menningarminjar hvers svæðis, og vinna verkefni þeim tengd í hverju þátttökulandi. Haustið 2019 tókum við í MR á móti nemendum og kennurum frá samstarfsskólunum. Við gengum hluta af Reykjaveginum og Kóngsveginum, gistum í Skólaselinu í Hveragerði og nýttum nágrennið þar til verkefnavinnu og útivistar.

Ferðir 2019:

Febrúar, Svíþjóð

September, Ísland

Ferðir 2020:

Mars, Spánn – frestast vegna Covid-19

2016-2019 Georesources

Farið var í síðustu ferðina vorið 2019. Tólf nemendur fóru ásamt tveimur kennurum til Osló.

2014-2017 Water – A European Task in a Global Context