Verkefninu er ætlað að sýna nemendum að norska og íslenska tungumálið hafa sameiginlegan uppruna. Þó svo að við skiljum ekki tungumál hvors annars í dag þá eru enn mörg orð sem eru lík. Í verkefninu munu nemendur einnig lesa Egilssögu og vinna að sameiginlegum verkefnum úr henni.  Bækur, kvikmyndir og tónlist sem höfða til ungmenna sem og slangur, nýyrði og kynsegin orð eru líka meðal þess sem verður fjallað um í verkefnavinnu nemenda.

Projektets mål er at vise eleverne at det norske og det islandske sprog har et fælles ophav og selvom vi ikke forstår hinandens sprog i dag så er der mange fælles ord stadigvæk i sproget. Eleverne vil læse dele af den samme islandske saga og lave opgaver sammen om dem. Vi vil også fokusere på den nyere litteratur, eleverne vil læse en norsk roman/krimi og en islandsk og sammenligne dem, er der nogle lighedstegn som litteratur i disse lande har i dag. Musiktekster vil også blive analyseret og set om der er ligeheder mellem f.eks. islandsk og norsk rap med hensyn til sprogbrug og indhold. Deltagerne vil også få et indblik i det sør-samiske sprog og diskutere hvordan det er at være en minoritet i sit eget land. Formålet med lærerudvekslingen er at give lærere en mulighed for at lære af hinanden og videregive
god praksis.

Í janúar 2022 var fyrsti fundur verkefnisins. Fundurinn var haldin rafrænn og voru nemendur að gera verkefni tengdum Hávamáli, líkum og ólíkum orðum, slanguryrðum, kynsegin orðum og nýyrðum/tökuorðum. Íslensku nemendurnir voru þær Elín, Freyja, Halla, Urður, Viktoría og Þórhildur og frá Røros Videregående Skole voru það þau Amalie, Bertine, Ellinor, Henrik, Julia og Tina sem tóku þátt.

Hægt er að sjá afrakstur vinnu nemendanna hér: Bæklingur frá fundi í janúar 

Í mars var annar fundur verkefnisins, sá fundur var einnig rafrænn. Efni fundarins voru ævintýri og þjóðsögur og Egils saga.

Hér er hægt að sjá afrakstur fundarins:

Íslenskar þjóðsögur

Ísland þá og nú

Music, Norwegian myths and travel paths in Egils saga

Det første møde i projektet blev holdt i januar 2022. Mødet var elektroniskt og blandt det som elever arbejdede med var emner som Håvamål, ordforråd, slang og nye ord. Fra Røros Videregående Skole var  det Amalie, Bertine, Ellinor, Henrik, Julia og Tina som deltog og fra MR var  det Elín, Freyja, Halla, Urður, Viktoría og Þórhildur.

Her kan I se resultet fra mødet

Det andet møde i projektet blev holdt i marts 2022, det var også et elektronisk møde. Temaerne var myter, eventyr og Egilssaga.

Her kan I se resultaterne fra mødet:

Íslenskar þjóðsögur

Ísland þá og nú

Music, Norwegian myths and travel paths in Egils saga

Í september 2022 komu nemendur og kennarar frá Røros í heimsókn í MR. Nemendur voru meðal annars að gera verkefni tengd orðaforða, til dæmis orð sem tengjast árstíðum, gæludýrum og norrænu guðunum. Þau kynntu sér einnig ævi Snorra Sturlusonar, Vigdísar Finnbogadóttur og Arne Torp.

Nemendur og kennarar heimsóttu Þjóðminjasafnið, Landnámssýninguna, fóru gullna hringinn og heimsóttu tungumálasýninguna í Veröld. Kennararnir kynntu sér einnig skólakerfið á Íslandi, námið í MR, fóru í tíma og kynntust íslenskum starfsfélögum. Einnig fóru þau í heimsókn í FB til þess að kynna sér áfangakerfið sem er þar.

Í lok heimsóknar kynntu nemendur afrakstur vinnu sinnar og var ánægjulegt að sjá verkefnin þeirra.

I september 2022 fik MR et godt besøg fra Røros videregående skole. Eleverne arbejdede med ordforråd, blandt andet ord som har relation til årstiderne, kæledyr og de nordiske guder. De blev også kjent med Snorri Sturluson, Vigdis Finnbogadottir og Arne Torp.

Eleverne og lærerne besøgte det Nationale Museum, Bosettingsutstillingen, tog til Thingvellir, Gullfoss og Geysir og sprogutstillingen i Verold. Lærerne har også lært om det islandske skolesystem, studier i MR, var med til undervisning og lærte deres islandske kolleger at kende. De besøgte også Fjolbrautaskolann i Breidholti (FB) for at lære om deres skole.

I slutningen af besøget har eleverne præsenteret deres arbejde og det var fornøjeligt at se hvad de havde lavet i løbet af ugen.

Hér getið þið séð afraksturinn af vinnu nemenda:

Her kan I se resultatet af elevernes arbejde:

Arne Torp, Vigdís Finnbogadóttir, Snorri Sturluson, Árstíðir/Årstider, Gæludýr/Kæledyr, Norrænu guðirnir/De nordiske guder, Sorg og gleði/Sorg og glæde.

Í mars 2023 sóttu sex nemendur og sex kennarar samstarfsskólann í Røros heim. Viðfangsefnið að þessu sinni var norræna sakamálasagan og sjónvarpsþáttaraðir. Undirbúningur fyrir verkefnavinnu í Røros fólst í því að nemendur lásu sakamálasögur og horfðu á þáttaraðir frá löndunum tveimur. Íslensku nemendurnir lásu verk Jo Nesbö og hinir norsku lásu bækur eftir Ragnar Jónsson. Nemendur horfðu annars vegar á íslensku þáttaraðirnar Ófærð og hins vegar norsku þáttaröðina Velkommen til Utmark. Síðan unnu íslenskir og norskir nemendur saman í hópum að því að greina verkin m.t.t. til samnorrænna einkenna, norræn hughrif, hvernig náttúran, svo sem dýr, veður og landslag kemur við sögu. Skoðaðir voru samfélagslegir þættir svo sem hvernig mennta- og heilbrigðiskerfi kemur við sögu, kvenímyndir og ímynd stjórn- og efnahagsmála. Að lokum voru bókakápur skoðaðar í því skyni að koma auga á hvernig reynt er að draga fram söluvæna mynd af norrænu glæpasögunni.

Nemendur útbjuggu kynningar um verkefnavinnu sína sem sjá má hér: Nordic Noir: The setting, Nordic Noir: Perfection vs. reality, Nordic Noir: Women 

Auk þess að vinna að verkefnum um norrænu glæpasagnahefðina fengu nemendur og kennarar innsýn í menningu og líf Suður-Sama. Farið var í koparnámurnar Olavs mine og safn tengt þeim. Síðast en ekki síst fengum við smjörþefinn af norskri útivistarhefð í dagsferð að stöðuvatni í nágrenni Røros, þar sem gengið var á skíðum, dorgað, grillað yfir varðeldi og boðið upp á bað í ísvök.

I marts måned besøgte 6 islandske elever og 6 lærere Røros. Denne gang var temaet Nordic Noir bøger og tv serier. Forberedelserne før mødet bestod i at eleverne læste krimier og så krimiserier fra de to lande. De islandske elever læste bøger eftir Jo Nesbø og de norske elever læste bøger eftir Ragnar Jónsson. Tv serierne som eleverne så var henholdsvis Ófærð og Velkommen til Utmark. Eleverne blev så delt op i grupper som arbejde med analysere bøgerne og tv serierne med hensyn til fælles nordiske træk, nordisk indtryk, hvordan naturen (f.eks. dyr, vejr og landskab) kommer til udtryk. Eleverne analyserede også hvordan det sociale system, f.eks. uddannelse og sundhedssystemet bliver beskrevet,  hvordan kvinder bliver portrætteret og hvilke billede af administration og økonomi bliver beskrevet. Til sidst analyserede eleverne bogomslagene for at se hvordan de nordiske krimibøger bliver gjort salgsvenlige.

Eleverne lavede præsentationer der viste deres arbejde som kan ses her: Nordic Noir: The setting, Nordic Noir: Perfection vs. reality, Nordic Noir: Women 

Foruden at lave arbejde om Nordic Noir så fik elever og lærere en indsigt i Sør-Samisk liv og kultur. De besøgte kobberminen Olavs mine og museum. Og til sidst fik de islandske elever og lærere lov til at blive bekendt med norsk tradition for friluftsliv, det blev til en dagstur til en sø i nærheden af Røros hvor de fik lov til at gå på ski, fiske, lave mad over åben ild og bade.