Reglur um skólasókn

 1. Um skólasóknarskyldu og skólasóknareinkunn

1.1. Nemendum skólans er skylt að sækja allar kennslustundir samkvæmt stundaskrá og koma stundvíslega í hverja kennslustund.

1.2. Gefin er einkunn fyrir skólasókn í 4. og 5. bekk. Forföll nemanda eru reiknuð sem hlutfall af heildartímafjölda hvers misseris. Einkunn er ákvörðuð samkvæmt eftirfarandi einkunnastiga:

Skólasóknarhlutfall í % Einkunn Athugasemd (sjá 5.1-5.2)
97-100 10
95-96 9
93-94 8
91-92 7
89-90 6
87-88 5 Viðvörun
85-86 3 Rektorsáminning
80-84 1
<80

1.3. Einkunn fyrir skólasókn vetrarins reiknast inn í aðaleinkunn (sjá grein 3.3 Um einkunnir og próf). Skólasóknareinkunn vetrarins er meðaltal skólasóknareinkunna haust- og vormisseris.

1.4. Nemendur 6. bekkjar fá ekki skólasóknareinkunn en mætingarhlutfall síðasta árið er skráð á stúdentsskírteini þeirra.

1.5. Nemendum og forráðamönnum ber sjálfum að fylgjast með skólasókninni. Upplýsingar um hana er að finna í Innu, upplýsingakerfi framhaldsskólanna, sem nemendur hafa aðgang að.  Ef nemendur telja eitthvað athugavert við viðveruskráninguna þarf að gera athugasemd eigi síðar en 3 vikum eftir skráningu. Slóðin er Inna.is og má finna á mr.is.

 1. Um fjarvistaskráningu

2.1. Kennarar taka manntal í upphafi tíma og skrá í Innu, upplýsingakerfi framhaldsskólanna. Þessar skráningar eru M, F eða S.

 1. a) M fær nemandi sem mætir í tíma.
 2. b) F fær nemandi sem er fjarverandi og reiknast fjarvist í kennslustund sem ein fjarverustund.
 3. b) S fær nemandi sem kemur of seint í kennslustund þ.e. eftir að manntali lýkur. S reiknast sem hálf fjarverustund. Nemandi fær þó F ef hann kemur 5 mínútum eftir að manntali lýkur. Í fyrstu kennslustund að morgni (þ. e. kl. 8:10) mega þó líða 10 mínútur áður en F er gefið.
 1. Um fjarvistir í skyndiprófum og verkefnum og miklar fjarvistir í einni grein

3.1. Þátttaka nemenda í prófum og æfingum er ófrávíkjanleg skylda og ber kennara að gefa einkunnina 0 þeim sem mæta ekki nema um sannanleg veikindi eða önnur óhjákvæmileg forföll sé að ræða. Slík veikindi eða forföll þarf að tilkynna samdægurs.

 1. Um fjarvistir í skyndiprófum og verkefnum og miklar fjarvistir í einni grei

4.1. Forráðamenn nemenda undir 18 aldri skulu skrá veikindi/leyfi í Innu áður en skóladagurinn hefst. Nemendur 18 ára og eldri skrá sín forföll sjálfir í Innu en að auki þarf að koma staðfesting í tölvupósti frá aðstandendum eða læknisvottorð. Sé um langvarandi veikindi að ræða ber að skila inn langtímavottorði frá lækni.

4.2. Veikindi í jóla- og vorprófum verður að tilkynna í Innu að morgni prófdags, þ.e. áður en prófið er haldið, og gilda sömu reglur og í lið 4.1.

4.3. Ef um langvarandi veikindi nemanda er að ræða ákveður stjórn skólans í ljósi langtímavottorðs hvort fella beri skólasóknareinkunn niður. Nemendur geta óskað eftir því að skýring á miklum fjarvistum vegna veikinda eða annarra óviðráðanlegra orsaka verði skráð á prófskírteini þeirra.

4.4  Langtímavottorðum skal skila til kennslustjóra sem staðfestir skil þeirra og útbýr kvittun fyrir skilum sem viðkomandi nemandi fær afrit af.

 1. Um frávik í skólasókn

5.1. Fari skólasókn nemanda niður fyrir 89% fær hann viðvörun frá kennslustjóra. Fari skólasókn nemanda niður fyrir 87% hlýtur hann rektorsáminningu.

 1. Um verklega tíma í raungreinum

6.1. Gert er ráð fyrir að nemendur mæti í alla verklega tíma og skili verkefnum í tengslum við þá. Um vægi þessa námsþáttar má sjá í námsáætlun viðkomandi námsgreinar. Ef nemandi sækir ekki a.m.k. 75% verklegra æfinga og/eða skilar ekki a.m.k. 75% skýrslna fær hann 0 í verklegum þætti námseinkunnar.

 1. Um nemendur utan skóla og óreglulega nemendur

7.1. Innritaður nemandi getur í upphafi misseris (fyrstu vikuna) sótt um það til konrektors að stunda nám utan skóla, enda hafi hann áður staðist næsta bekk á undan (sjá kaflann Um einkunnir og próf). Í sérstökum undantekningartilvikum getur nemandi orðið utan skóla á öðrum tímum.  Utanskólanemandi þreytir bæði jóla- og vorpróf. Hann þreytir einnig ígildi jólaprófs ef þau eru haldin.

Utanskólanemendum ber sjálfum að afla sér upplýsinga um fyrirkomulag námsins, m.a. hvaða námsefni er til prófs. Fagstjórar geta ákveðið að utanskólanemendur taki próf úr meira námsefni en aðrir og komi það í stað verkefna sem aðrir nemendur hafa unnið um veturinn.  Nemandi fær slíkar upplýsingar hjá fagstjóra sem og aðrar upplýsingar um námsefni. Nám í verklegum tímum er unnið í samráði við fagstjóra.

7.2. Óreglulegur nemandi þarf að fullnægja skilyrðum um lágmarkseinkunn á jólaprófum. Það er að fá að lágmarki 5 í meðaleinkunn.

7.3. Þegar nemandi verður óreglulegur eða utan skóla greiðir hann umsýslugjald samkvæmt gjaldskrá skólans og undirritar samning við stjórn skólans um tilhögun náms síns og samþykkir með því skilyrði fyrir próftökurétti.

7.4. Varðandi einkunnaútreikning óreglulegra nemenda og utan skóla vísast í greinar 3.1 og 7.2 í kaflanum Um einkunnir og próf.

 1. Um óreglulega nemendur

8.1. Innritaður nemandi getur í upphafi misseris (fyrstu vikuna) sótt um það til konrektors að stunda nám við skólann á misserinu sem óreglulegur nemandi í þeim bekk sem hann er skráður í ef sérstakar ástæður eru til. Óreglulegur nemandi fær leyfi til að sækja tíma í allt að þremur greinum.  Í þeim lýtur hann sömu lögmálum og reglulegir nemendur en í öðrum greinum er hann undir sömu reglum og utanskólanemendur (sjá grein 7.1).

8.2. Óreglulegur nemandi þarf að fullnægja skilyrðum um lágmarkseinkunn á jólaprófum.  Það er að fá að lágmarki 5 í meðaleinkunn.

8.3. Þegar nemandi verður óreglulegur greiðir hann umsýslugjald samkvæmt gjaldskrá skólans og undirritar samning við stjórn skólans um tilhögun náms síns og samþykkir með því skilyrði fyrir próftökurétti.

8.4. Varðandi einkunnaútreikning óreglulegra nemenda vísast í greinar 3.1 og 7.2 í kaflanum Um einkunnir og próf.

 1. Um vottorð í íþróttum

9.1. Skila þarf vottorði frá lækni til kennslustjóra innan tveggja vikna frá upphafi hvers misseris (sjá grein 4.4). Ef veikindi eða slys koma upp á miðju misseri skal skila vottorði sem fyrst og gildir það í mesta lagi tvær vikur afturvirkt frá skiladegi.

9.2. Nái nemandi ekki 80% þátttöku í íþróttum vegna veikinda eða slysa hættir hann og fær   ekki einingar í íþróttum það misserið.

9.3. Nemandi sem valinn er í A- eða U-landslið í sinni íþróttagrein getur sótt um undanþágu frá íþróttum. Eyðublöð eru á heimasíðu skólans.

 1. Um leyfi

10.1. Umsókn um leyfi frá skóla skal senda skólaráði með góðum fyrirvara en skólaráð heldur fundi á 2-3 vikna fresti.

10.2. Afgreiðsla skólaráðs vegna leyfa er með tvennum hætti. Annars vegar geta nemendur fengið leyfi án þess að fá fjarvistarstig og hins vegar með fjarvistarstigum. Hið fyrrnefnda á t.d. við um æfingar og keppni með íþróttafélögum að fenginni staðfestingu frá þeim. Hið síðarnefnda á t.d. við um fjölskylduferðir til útlanda.

10.3. Í sérstökum tilvikum getur rektor veitt tilteknum nemendum leyfi án fjarvistarstiga vegna atburða í félagslífi. Slík leyfi ná þó aldrei yfir kennslustundir þar sem æfingar/próf eru haldnar eða skil eru á verkefnum. Rektor veitir heldur ekki slík leyfi þeim nemendum sem eru með ófullnægjandi skólasókn.

 1. Um tilkynningaskyldu nemenda

11.1. Ákveði nemandi að hætta námi við skólann ber honum að tilkynna konrektor það tafarlaust. Ef nemandinn eru undir 18 ára aldri þarf skriflega staðfestingu forráðamanns.

11.2. Þeir nemendur, sem hafa fallið á árinu og hyggjast sitja aftur í sama bekk, þurfa að tilkynna konrektor það fyrir 5. júní. Að öðrum kosti er ekki víst að hægt sé að tryggja þeim skólavist.

11.3. Þeir nemendur, sem staðist hafa próf en hyggjast skipta um skóla eða gera hlé á námi (t.d. skiptinemar), þurfa að tilkynna slíkt til konrektors fyrir 5. júní.

Reykjavík, 20. september 2022.

Sólveig Guðrún Hannesdóttir

rektor