22. Almenna landskeppnin í efnafræði fór fram í framhaldsskólum landsins þriðjudaginn 28. febrúar. Alls tóku 103 nemendur þátt, úr sex skólum.

Sigurvegari 22. Almennu landskeppninnar í efnafræði er Jón Hilmir Haraldsson, nemandi við MH, en hann hlaut 85 stig af 100 mögulegum.

13 efstu keppendum er boðið að taka þátt í úrslitakeppni sem verður haldin í Háskóla Íslands helgina 25.-26. mars næstkomandi (nánari tímasetningar verða gefnar út síðar). Nemendum okkar sem boðið er að taka þátt í úrslitakeppninni eru:

Sæti       Nafn

2             Björn Dúi Ómarsson

3             Elín Lilja Sindradóttir

4             Hrafnkell Hvanndal Halldórsson

5             Rökkvi Birgisson

7             Símon Orri Sindrason

9             Sigþór Haraldsson

10           Jónas Orri Egilsson

11-12     Pálína Björk M. Pálsdóttir

13           Kári Christian Bjarkarson

Fjórum efstu keppendum úrslitakeppninnar verður boðið að taka þátt í 6. Norrænu efnafræðikeppninni sem haldin verður í Danmörku og strax að henni lokinni í 55. Alþjóðlegu Ólympíukeppninni í efnafræði sem haldin verður í Sviss dagana 16.-25. júlí.