Okkar fólki gekk aldeilis vel í úrslitakeppni framhaldsskólanna í líffræði sem haldin var föstudaginn 17. febrúar í Öskju, húsi Náttúrufræða í HÍ. Átján bráðefnilegir nemendur úr þremur framhaldsskólum, MR, Kvennó og FG þreyttu undanúrslitapróf og komust tólf áfram í verklegt próf. Samanlagður árangur úr prófunum tveimur réði úrslitum. Fjórir stigahæstu nemendurnir ávinna sér sæti í landsliði framhaldsskólanna í líffræði 2023.  Stigahæstur var Matthías Andri Hrafnkelsson 6.X, þá Símon Orri Sindrason 6.M, Benedikt Vilji Magnússon 6.X og Sunneva Eldbjörg Sigtryggsdóttir 6.S.