Brautskráning
Brautskráning verður í Háskólabíó 26. maí milli 14 og 16.
Brautskráning verður í Háskólabíó 26. maí milli 14 og 16.
Verðlaunaafhending í keppni grunnskólanemenda í stærðfræði fór fram á Hátíðasal Menntaskólans í Reykjavík sunnudaginn 16. apríl. Verðlaunahafar í 8. bekk eru: Sæti Nafn og skóli 1. Alexander Arnar Björnsson Vogaskóla 2. Sólveig Freyja Hákonardóttir Smáraskóla 3. Hákon Árni Heiðarsson [...]
Opið hús verður í skólanum laugardaginn 15. apríl milli 14 og 16. Verið hjartanlega velkomin og hlökkum til að sjá sem flesta.
Páskafrí hefst í skólanum á morgun, fimmtudaginn 30. mars. Kennsla hefst aftur miðvikudaginn 12. apríl. Við vonum að þið hafið það gott í fríinu.
Jóanna Marianova Siarova 5.S og Kristín Elfa Guðmundsdóttir 5.P unnu ritgerðarsamkeppni á vegum Oddfellowreglunnar. Verðlaunafhendingin fór fram 20.mars, keppnin stóð nemendum í 5.bekk skólans til boða að taka þátt og fór fram í samstarfi við enskudeild skólans. Nemendur skiluðu inn [...]
Kennarar úr MR fóru til Portúgal í mars vegna verkefnisins DIGI.R.E.DI. L sem stendur fyrir „Digital Readiness for European Distance Learning“. Þetta verkefni er samstarfsverkefni skóla í Grikklandi, Belgíu, Serbíu, Portúgal auk Íslands. Lykilmarkmið þessa alþjóðlega samstarfs er að styrkja [...]
Forritunarkeppni framhaldsskólanna var haldin laugardaginn 11. mars í Háskólanum í Reykjavík. Alls kepptu fimm lið frá Menntaskólanum í Reykjavík í Afla og Beta deild. Í fyrsta sæti í Alfa deild var lið frá Menntaskólanum í Reykjavík með þeim Benedikt Vilja [...]
Lið MR í Gettu betur vann keppnina í 23. skipti í gærkvöldi. Við óskum keppendum og liðstjórum innilega til hamingju með sigurinn.
Þann 2. mars fóru nemendur með þýskukennurum sínum, Izabelu og Ásdísi, til München. Ferðin var hluti af valáfanga í þýsku í 6. bekk. Nemendur upplifðu margt sem tengist þýskri menningu og kynntust München. Nemendahópurinn skoðaði m.a. gamla bæinn, Þýska safnið, [...]
Fiðluball sjöttubekkinga fór fram í Gamla bíói síðastliðinn fimmtudag, en þá klæddu nemendur sig í kjól og hvítt og dönsuðu samkvæmisdansa. Ballið heppnaðist með eindæmum vel og er 6. bekkjaráði færðar þakkir fyrir fallega og skemmtilega kvöldstund.