Menntaskólinn í Reykjavík verður settur fimmtudaginn 17. ágúst kl. 14 í Dómkirkjunni, nemendur og starfsfólk safnast saman fyrir framan skólann kl. 13:50 og ganga saman yfir í kirkjuna. Eftir skólasetningu verða stundatöflur afhentar nemendum í 5. og 6. bekk í heimastofum þeirra. Skólinn hefst samkvæmt stundaskrá föstudaginn 18. ágúst.

Bóksalan opnar mánudaginn 14. ágúst. Bóksalan er staðsett á skrifstofu skólans á neðstu hæð í gamla skóla.

Kynning fyrir nýnema verður miðvikudaginn 16. ágúst kl. 10. Þá hitta umsjónarkennarar nemendur sína og kynna fyrir þeim námið framundan.