Hefð er fyrir því í MR að syngja Gaudeamus igitur við hátíðleg tækifæri eins og til dæmis við skólasetninguna í dag.

Kætumst meðan kostur er / Gaudeamus igitur
(Lag / texti: Franz Liszt/óþekktur höfundur – í þýðingu Jóns Helgasonar)

Gaudeamus igitur
Juvenes dum sumus.
Post jucundam juventutem
Post molestam senectutem
:,:Nos habebit humus.:,:

 

Kætumst meðan kostur er,
knárra sveina flokkur.
Æskan líður ung og fjörleg.
Ellin bíður þung og hrörleg.
:,:Moldin eignast okkur.:,: