Jólapróf
Próftafla fyrir jólapróf hefur nú verið birt, hlekkur á hana er undir gagnlegar síður en einnig er hægt að nálgast hana hér.
Próftafla fyrir jólapróf hefur nú verið birt, hlekkur á hana er undir gagnlegar síður en einnig er hægt að nálgast hana hér.
Foreldrum og forráðamönnum nemenda í 4. bekk Menntaskólans í Reykjavík er boðið að koma á kynningarfund í Ráðhúsi Reykjavíkur mánudaginn 29. ágúst kl. 20:00. Sólveig G. Hannesdóttir rektor mun kynna skólann og skólastarfið. Andrea Edda Guðlaugsdóttir inspector scholae, Ragnheiður Hulda [...]
Við minnum nemendur á lesloftið á Íþöku. Lesloftið er opið á opnunartíma bókasafnsins.
Menntaskólinn í Reykjavík var settur í dag í 177. sinn í Dómkirkjunni. Afar ánægjulegt var að sjá hversu margir mættu á skólasetninguna. Innritun nýnema í skólann gekk vel og sóttu 467 nemendur um inngöngu í skólann. Af þessum nemendum munu [...]
Nú er nýtt skólaár að hefjast og gott að vita hvað er framundan. Mánudaginn 15. ágúst opnar bóksalan, hún er staðsett á 1. hæð í Gamla skóla. Miðvikudaginn 17. ágúst kl. 10 eru kynningar fyrir nýnema. Fimmtudaginn 18. ágúst kl. [...]
Sólveig Guðrún Hannesdóttir hefur verið skipuð í embætti rektors Menntaskólans í Reykjavík til fimm ára frá 1. ágúst. Við óskum henni innilega til hamingju með nýja embættið.
Skrifstofa Menntaskólans í Reykjavík er lokuð vegna sumarleyfa, fylgst verður með tölvupósti á mr@mr.is til 30. júní, skrifstofan opnar aftur fimmtudaginn 4. ágúst
Í gær, 14. júní, bauð sendiherra Frakklands í móttöku fyrir þá nýstúdenta sem útskrifuðust með afburðareinkunn í frönsku í framhaldsskólum landsins og forráðamenn þeirra. Lára Róbertsdóttir og Grétar Þór Halldórsson hlutu þessi verðlaun í MR. Við óskum þeim Láru og [...]
Almenna landskeppnin í efnafræði fór fram í framhaldsskólum landsins fimmtudaginn 3. mars. Alls tók 51 nemandi þátt, úr fimm skólum. Sigurvegari 21. Almennu landskeppninnar í efnafræði er Benedikt Vilji Magnússon, nemandi við MR, en hann hlaut 65 stig af 100 [...]
Eftir æsispennandi keppni er lið MR komið í úrslit í Gettu betur. Við óskum Ingibjörgu, Kötlu og Oddi innilega til hamingju með glæsilega frammistöðu og óskum þeim góðs gengis í úrslitunum.