Þriðji fundur í Erasmus verkefninu Digital Readiness for European Distance Learning var 25. september —1. október 2022. Fimm kennarar fóru á vegum skólans til Ruma, Serbíu. Þær þjóðir sem eru í verkefninu eru auk Íslands og Serbíu, Grikkland, sem stjórnar verkefninu, Belgía og Portúgal.  Aðaltilgangur fundarins var hvernig gestgjafarnir notuðu vefverkfæri eins og nearpod, liveworksheets, onlinequizcreator, kahoot og o.s.frv. í kennsluáætlunum á vettvangi Google Classroom á Covid tíma. Einnig var markmiðið að ná tökum á grunnstigi notkunar Lego Mindstorm sem og forritun á drónum. Skemmtilegt er að segja frá því að íslenska liðið vann dróna keppnina en við vorum eina liðið sem ekki var með neinn tækimenntaðan kennara.