Fulltrúar úr skákliðum MR sem kepptu á íslandsmeistaramóti framhaldsskólasveita komu á Sal og færðu rektor verðlaunagrip Íslandsmeistara 2024.

Frétt um íslandsmót framhaldsskólasveita er að finna á síðunni skak.is

Sigursveit MR (A-lið) var skipuð þeim Ingvari Wu Skarphéðinssyni, Gunnari Erik Guðmundssyni, Þorsteini J Þorsteinssyni og Iðunni Helgadóttur.

Önnur lið MR á mótinu voru:

B-lið: Kristján Dagur, Jakob Löve, Vésteinn Viktorsson og Stefán Borgar. (4. Sæti)

C-lið: Magnús, Reza, Úlfur og Kayla. (5. Sæti)

Innilega til hamingju MR-ingar!