Í síðustu viku fengum við heimsókn frá Emil-Possehl-Schule í Lübeck, Þýskalandi. Alls 20 nemendur ásamt kennurum sínum. Nemendur fengu tækifæri til að kynnast, tala saman þýsku og spila. Gestir okkar gátu fræðst um skólalífið, skólann og hans sögu. Auk þess var farið í gönguferð um miðbæ Reykjavíkur og í dagsferð um Snæfellsnes. Þetta var mjög ánægjuleg og áhrifamikil samvera.
Við þökkum þeim kærlega fyrir heimsóknina.