Nú er nýtt skólaár að hefjast og gott að vita hvað er framundan.

Mánudaginn 15. ágúst opnar bóksalan, hún er staðsett á 1. hæð í Gamla skóla.

Miðvikudaginn 17. ágúst kl. 10 eru kynningar fyrir nýnema.

Fimmtudaginn 18. ágúst kl. 14 er skólasetning í Dómkirkjunni. Safnast er saman fyrir framan Gamla skóla kl. 13:50 og gengið saman yfir í Dómkirkjuna.

Föstudaginn 19. ágúst hefst kennsla samkvæmt stundaskrá.

Mánudaginn 29. ágúst kl. 20 er foreldrafundur fyrir foreldra nýnema. Nánari upplýsingar um fundinn koma síðar.

Fimmtudaginn 1. september eru tolleringar.