Foreldrum og forráðamönnum nemenda í 4. bekk Menntaskólans í Reykjavík er boðið að koma á kynningarfund í Ráðhúsi Reykjavíkur mánudaginn 29. ágúst kl. 20:00.

Sólveig G. Hannesdóttir rektor mun kynna skólann og skólastarfið.  Andrea Edda Guðlaugsdóttir inspector scholae, Ragnheiður Hulda Ö. Dagsdóttir forseti Framtíðarinnar, félagsmálafulltrúi ásamt forvarnarfulltrúa og fulltrúi Foreldrafélags Menntaskólans í Reykjavík ávarpa fundinn.

Að því loknu er foreldrum og forráðamönnum boðið upp í MR þar sem þeir munu eiga fund með umsjónarkennurum og skoða sig um í skólahúsnæðinu.  Vonandi sjá sér flestir fært að koma.

Kær kveðja,

Sólveig G. Hannesdóttir rektor.