Ný reglugerð tekur gildi á morgun. Samkvæmt henni er staðnám ekki í boði í framhaldsskólum, amk ekki fram að páskum. Kennsla á morgun, fimmtudag og föstudag verður því í fjarnámi. Kennarar munu senda nemendum í kvöld hvernig fyrirkomulag kennslunnar verður. [...]
Kynningu frestað
Kynningu á skólanum sem átti að vera í dag (24. mars) hefur verið frestað til 8. apríl.
Forkeppni Landskeppni í eðlisfræði
Forkeppni Landskeppni í eðlisfræði 2021 er lokið og tóku 255 nemendur frá 9 framhaldsskólum þátt í henni. Úrslitakeppnin fer fram helgina 10.-11. apríl næstkomandi og er eftirfarandi nemendum boðið að taka þátt í henni: Einar Andri Víðisson MR Jón Valur [...]
Nýtt Erasmus+ verkefni
Skólinn var að fá samþykkta Erasmus+ umsókn um verkefni sem nefnist „Digital Readiness for European Distance Learning“. Þátttökulönd í verkefninu eru auk Íslands, Grikkland, Portúgal, Serbía, Belgía og Írland. Meginmarkmið verkefnisins er að efla stafræna hæfni kennara og nemenda í [...]
Fræðslufundur foreldrafélagsins
Nammibar með nikótíni! Fimmtudaginn 18. mars kl. 20:30 mun Lára G. Sigurðardóttir, læknir og doktor í lýðheilsuvísindum, halda rafrænt erindi fyrir foreldra og forráðamenn nemenda í MR um nikótínpúða og þær hættur sem stafa af þeim Erindi Láru tekur um [...]
Úrslit í stærðfræðikeppni framhaldsskólanema
Úrslitakeppni í stærðfræðikeppni framhaldskólanema fór fram 13. mars. Nemendur MR stóðu sig með prýði og erum við afskaplega stolt af þeim. Sérstaklega er gaman að geta þess að efstur er nemandi úr 4.E en nokkur ár eru síðan að fyrsta [...]
MR vann stjórnunarkeppni framhaldsskólanna
Lið frá Menntaskólanum í Reykjavík vann Stjórnunarkeppni framhaldsskólanna, sem haldin er á vegum viðskiptadeildar Háskólans í Reykjavík, í ár. Í liðinu voru þeir Elmar Atli Arnarson (6.Z), Jón Hákon Garðarsson (6.Z), Sigurþór Maggi Snorrason (6.Y) og Stefán Þórarinn Hermannsson (6.A). [...]
Smásögukeppni Félags enskukennara
Miðvikudaginn 10. mars fór fram verðlaunaafhending í smásögukeppni Félags enskukennara á Íslandi. Boðið var til athafnar á Bessastöðum og veitti forsetafrúin Elisa Reid verðlaun. Að þessu sinni var metþátttaka í keppninni og náði Hulda Eir Sævarsdóttir 5.X þeim frábæra árangri [...]
Almenna landskeppnin í efnafræði
Almenna landskeppnin í efnafræði fór fram í framhaldsskólum landsins fimmtudaginn 25. febrúar. Alls tóku 88 nemendur þátt, úr fimm skólum. Sigurvegari 20. Almennu landskeppninnar í efnafræði er Oliver Sanchez, nemandi við MH, en hann hlaut 67 stig af 100 mögulegum. [...]
Fullbókað á allar kynningar
Það er fullbókað á allar kynningar fyrir væntanlega nýnema.


