Úrslitakeppni í stærðfræðikeppni framhaldskólanema fór fram 13. mars. Nemendur MR stóðu sig með prýði og erum við afskaplega stolt af þeim. Sérstaklega er gaman að geta þess að efstur er nemandi úr 4.E en nokkur ár eru síðan að fyrsta árs nemi vann þessa keppni. Efstu 17 keppendum er boðið að taka þátt í Norrænu stærðfræðikeppninni sem fer fram 16. apríl.

Í 17 efstu sætunum eru eftirfarandi nemendur í MR:

1. Benedikt Vilji Magnússon 4.E

2.Selma Rebekka Kattoll 5.X

3.Jón Valur Björnsson 6.X

5.Arnar Ingason 6.X

6.-7.Einar Andri Víðisson 5.X

6.-7.Viktor Már Guðmundsson 5.X

9.-10.Vigdís Selma Sverrisdóttir 6.M

9.-10.Hilmir Vilberg Arnarsson 6.X

11.Sigurður Patrik Fjalarsson Hagalín 6.X

14.-15.Þórdís Elín Steinsdóttir 6.X

14.-15.Jón Hákon Garðarsson 6.Z

17.Brimar Ólafsson, 6.X