Skólinn var að fá samþykkta Erasmus+ umsókn um verkefni sem nefnist „Digital Readiness for European Distance Learning“.  Þátttökulönd í verkefninu eru auk Íslands, Grikkland, Portúgal, Serbía, Belgía og Írland.

Meginmarkmið verkefnisins er að efla stafræna hæfni kennara og nemenda í samstarfsskólunum  með því að kynna verkfæri, nýjan hugbúnað og aðferðir sem hægt er að nota til að gera fjarnám auðveldara og skilvirkara.  Skólarnir munu miðla af þekkingu sinni og reynslu í notkun nýrrar tækni og þróa kennsluefni saman.  Jóhanna Eggertsdóttir stærðfræðikennari mun stýra verkefninu fyrir hönd skólans.