Kæru nemendur,

Kennsla hefst að loknu páskafríi miðvikudaginn 7.apríl skv stundaskrá í staðkennslu. Við fögnum því mjög að ný reglugerð geri okkur kleift að fá ykkur öll inn í skólann en minnum jafnframt á að það er mikilvægara en nokkru sinni að þið fylgið þeim reglum sem gilda varðandi grímunotkun og sóttvarnir. Grímuskylda verður í öllum húsakynnum skólans og verða þar engin frávik. Vinsamlegast hugið vel að persónulegum sóttvörnum, handþvottur og sótthreinsun eru það allra mikilvægasta. Við vonumst til að vera komin fyrir erfiðustu smitin í þjóðfélaginu, en eins og þið hafið svo sannarlega upplifað getur staðan breyst hratt og við verðum að vera undir það búin að breyta skólahaldi ef yfirvöld mæla svo fyrir.

Við hlökkum til að sjá ykkur öll hress og kát þann 7. apríl. Megi þið eiga gleðilega páskahelgi.

Kveðja, Elísabet Siemsen rektor