Menntaskólinn í Reykjavík

Einkunnir að loknum jólaprófum verða afhentar föstudaginn 20. desember. Nemendur eru beðnir um að safnast saman fyrir framan skólann kl. 13:50. Þá verður gengið til jólastundar í Dómkirkjunni. Að henni lokinni verða einkunnir afhentar í heimastofu hvers bekkjar um kl. 14:30. Kennsla hefst að loknu jólaleyfi skv. stundaskrá mánudaginn 6. janúar kl. 8:10.

Við óskum liði MR hjartanlega til hamingju með sigur í nýsköpunarkeppni MeMa
Þau hönnuðu mosaflísar í þeim tilgangi að bæta loftgæði þar sem loftmengun er verst t.d. við stóriðjur, stórar umferðagötur og í borgum. Flísarnar er hægt að setja á hús, hljóðmúra og fleiri mannvirki. Mosinn tekur upp mikið af koltvíoxíði og skaðlegum efnum t.d. þungamálmum og köfnunarefnistvíoxíð sem annars gætu haft skaðleg áhrif á umhverfið.

 

Stöðupróf í serbnesku og tyrknesku verða haldin í Menntaskólanum í Kópavogi mánudaginn 25. nóvember kl. 14:30.  Skráning fer fram á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  í síðasta lagi föstudaginn 22. nóvember.

 Prófgjald er 20.000 kr. sem greiða skal inn á reikning skólans: 536 26 2155, kt. 6311730399. Nauðsynlegt er að nafn og kennitala próftaka komi fram á innlegginu og afrit af kvittuninni þarf að senda á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  Próftakar þurfa að framvísa persónuskilríkjum með mynd þegar komið er í prófið.

Stærðfræðikeppni framhaldsskólanna fór fram 15. október og tóku 306 nemendur þátt í keppninni. Árangur nemenda skólans var afar glæsilegur. Af efstu 27 á efra stigi eru 16 úr MR og af efstu 21 á neðra stigi eru 6 úr MR. Við óskum nemendum til hamingju með mjög góðan árangur.

Efst á efra stigi

1.-2. Arnar Ágúst Kristjánsson 6.Y
1.-2. Kristján Leó Guðmundssson 6.Z
3. Andri Snær Axelsson 6.X
4. Karl Andersson Claesson 6.X
5. Kári Rögnvaldsson 6.Y
6. Bjarki Baldursson Harksen 6.X
8. Anna Kristín Sturludóttir 6.Z
9.-10. Selma Rebekka Kattoll 5.X
11. Elvar Pierre Kjartansson 6.X
12. Arnar Ingason 5.X
13.-14. Magnús Gunnar Gunnlaugsson 6.X
15. Jón Valur Björnsson 5.X
16.-17. Ellert Kristján Georgsson 6.R
22.-23. Þorgeir Arnarson 6.Y
25.-27. Sigurður P Fjalarsson Hagalín 5.X
25.-27. Vigdís Selma Sverrisdóttir 5.X

Efst á neðra stigi

1 Viktor Már Guðmundsson 4.F
3. Karitas T. Z. Friðjónsdóttir 4.E
12.-14. Einar Andri Víðisson 4.H
15.-16. Eva Mítra Derayat 4.B
17.-21. Alex Orri Ingvarsson 4.C
17.-21. Katrín Ósk Arnarsdóttir 4.F

Image may contain: 2 people, indoor

Síðastliðinn fimmtudag var nemendum í þýsku boðið upp á vinnustofu á vegum Goethe-Institut. Inga og Friederike frá teamGLOBAL gerðu fjölbreytt og skemmtileg verkefni sem tengjast fatnaði og sjálfbærum lausnum. Nemendur gátu fræðst um fataframleiðslu og sölu, einnig tóku nemendur virkan þátt í að útfæra eigin verkefni til að vekja athygli á skynditísku sem er allsráðandi í heiminum sem hefur slæm áhrif á umhverfið.

Image may contain: 4 people, people sitting, shoes and indoor

 

 

Stjórnarskrá Íslands er hluti af námsefni 6. bekkjar Menntaskólans í Reykjavík í sögu. Eftir að fjallað hefur verið um fyrstu stjórnarskrána 1874 og konungskomuna sama ár er breytt um takt og stjórnarskrá lýðveldisins eins og hún er í dag tekin til umfjöllunar, ýmis lykilhugtök eru skýrð, svo sem þingræði, lýðræði og lýðveldi. Fjallað er um hlutverk forseta Íslands, ráðherra og þingsins svo og mikilvægust þættina í starfsemi þess. Einnig er farið rækilega yfir mannréttindakafla stjórnarskrárinnar. Þessum hluta námsefnisins lýkur svo með því að nemendur fara í heimsókn í Alþingishúsið þar sem starfsmenn þingsins taka á móti þeim og sýna þeim húsið. Einnig hefur skapast sú hefð að einhver þingmaður slæst í för, oft fyrrum MR-ingur, og segir frá daglegu starfi þingmanna. Þessar heimsóknir MR-inga hafa svo sannarlega fallið í kramið hjá þingmönnum og komast stundum færri að en vilja þegar óskað er eftir leiðsögumönnum úr þeirra hópi. Einnig er orðrómur um að ýmsir 6. bekkingar hafi fengið þingmanninn í magann eftir slíka ferð.

Nemendur í  6. X heimsóttu Alþingi og þar tóku Andrés Ingi Jónsson alþingismaður og Margrét Snorradóttir á móti þeim og fræddu þá um starfshætti Alþingis. Margrét ræddi einnig við þá um Þjóðfundinn 1851 og atburðina í kringum hann. 

 

Mynd Laufey Einarsdóttir

 

 

 

Laugardaginn 5. október fagnaði Menntaskólinn í Reykjavík sögulegum tímamótum þegar 100 ár voru liðin frá því boðið var upp á nám við stærðfræðideild skólans. Af þessu tilefni efndu stærðfræðikennarar til málþings sem var afar vel sótt því um hundrað manns sóttu það.

Fyrir hádegi var haldin sýning á safni gamalla og nýrra kennslubóka í stærðfræði og gestum var boðið að ræða við stærðfræðikennara skólans. Einnig spreyttu ungir sem aldnir sig á ýmsum stærðfræðiþrautum.

 

Eftir hádegi söfnuðust gestir á Hátíðasal og hlýddu á áhugaverð erindi. Svanhildur Kaaber, sagði frá ævi og störfum Ólafs Dans Daníelssonar sem átti frumkvæði að því að koma á stærðfræðideild við skólann. Svana Helen Björnsdóttir ræddi um mikilvægi stærðfræðináms og hve mikilvægt það er að hlúa að stærðfræðimenntun og mikilvægi þess að nemendum á framhaldsskólastigi standi til boða öflugt raungreinanám. Síðan fluttu Ari Kristinn Jónsson, Einar Guðfinnsson, Sigurður Freyr Hafstein, Henning Arnór Úlfarsson og Reynir Axelsson fróðleg erindi á sviði stærðfræði. Það er ljóst að nú sem fyrr er jafnmikilvægt að efla skilning nemenda á stærðfræði og þjálfa reiknifærni þeirra. 

 

Eins og kom fram í erindum sem flutt voru á Hátíðasal eru framundan örar og áhugaverðar tækniframfarir sem krefjast góðrar undirstöðuþekkingar á sviði stærðfræði og raungreina. Skólinn þakkar innilega öllum þeim sem stóðu að þessu málþingi bæði með undirbúningi og flutningi erinda og þeim fjölmörgu gestum sem heimsóttu skólann á þessum merku tímamótum.

Fleiri myndir frá deginum má sjá hér

Stöðupróf í rússnesku verður haldið í Menntaskólanum í Kópavogi fimmtudaginn 17. október kl. 14:00.  Skráning fer fram á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  í síðasta lagi þriðjudaginn 15. október.

Prófgjald er 20.000 kr. sem greiða skal inn á reikning skólans: 536 26 2155, kt. 6311730399. Nauðsynlegt er að nafn og kennitala próftaka komi fram á innlegginu og afrit af kvittuninni þarf að senda á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  Próftakar þurfa að framvísa persónuskilríkjum með mynd þegar komið er í prófið.