Nemendur skólans ásamt nokkrum kennurum vörðu síðustu viku fyrir páskaleyfi í Póllandi að vinna að samstarfsverkefni um loftgæði sem styrkt er af uppbyggingarsjóði EEA.

Samstarfsskóli okkar er í bænum Dębica í suðausturhluta Póllands. Unnið var að kynningum á niðurstöðum mælinga á svifryki í andrúmslofti, sem safnað hefur verið undanfarna mánuði og kynntar voru á lokaráðstefnu verkefnisins.

Einnig var farið í leiðsagðar vettvangsferðir til Auschwitz og Birkenau, í kolanámuna í  Guido og fræðst um slesíska sögu og menningu í Katowice. Ferðin var ákaflega fróðleg og skemmtileg og nemendur og kennarar fóru reynslunni ríkari heim.