Heimavinnuhjálp á vegum stærðfræðideildarinnar fyrir nemendur í 4. bekk eru sem hér segir:

Mánudaga í stofu C253 og fimmtudagar í stofu C252, frá 15:20 til 16:15. Allir velkomnir.

 

Jafningjakennsla

Jafningjaráðgjafar verða með jafningjakennslu  í raungreinum, latínu og ef óskað er í öðrum greinum:

Allar raungreinar og stærðfræði:  Mánudaga  15:25 – 16:30 í stofu 151 í Casa Nova   (1. hæð)

Latína:  Fimmtudaga  kl.  15:25 – 16:30  í stofu 151 Casa Nova (1. hæð)

Hlökkum til að sjá ykkur!

 

Vinnustofur

Boðið er upp á vinnustofur fyrir þá sem vilja aðstoð í íslensku, sögu eða öðrum fögum, sér í lagi við textavinnu.  Arna Emilía bókasafnsfræðingur, Sigríður Árnadóttir verkefnastjóri,  Guðjón Ragnar Jónasson íslenskukennari og Margrét Adolfsdóttir sögu- og félagsfræðikennari verða til taks.

Vinnustofur verða í lessal Íþöku, á annarri hæð á

þriðjudögum í hádegishléi, kl. 11:20 – bókasafnsfræðingur (á neðri hæð Íþöku)

miðvikudögum í fundargati, kl. 12:10 – Guðjón Ragnar eða Margrét Adolfs

fimmtudögum kl. 15:25 – Guðjón Ragnar eða Margrét Adolfs

Vinnustofur eru öllum opnar, ekki þarf að skrá sig fyrir fram – bara mæta.