Góðgerðarnefnd MR skólaárið 2023 til 2024 stóð sig heldur betur vel í að safna áheitum í góðgerðavikunni með frumlegum og skemmtilegum hætti. Í ár náðist  að safna 512.100 kr sem voru afhent Ljósinu sem er endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þess. Skólinn þakkar öllum þeim nemendum og kennurum sem lögðu sitt af mörkum í góðgerðavikunni.

(ljósmynd:Ljósið)