Menntaskólinn í Reykjavík

Steinar Þór Smári í 5.X hefur verið valinn til þátttöku í Netöryggiskeppni íslenskra ungmenna. Keppnin fer fram á UTmessunni í Hörpu 7. og 8. febrúar. Við óskum honum góðs gengis í keppninni. 

 

 

Ýmislegt skemmtilegt hefur verið í gangi hjá nemendum, t.d. sokkaball og söngkeppni. Við minnum á að hægt er að finna myndir úr skólastarfinu á Facebook og Instagram síðu skólans, hlekki á síðurnar má finna hér fyrir Facebook og Instagram. 

Líffræðikeppni framhaldsskólanna fór fram 15. janúar og tóku 160 nemendur úr 11 skólum þátt í keppninni. Árangur nemenda skólans var afar glæsilegur. Af efstu 25 keppendum eru 20 úr MR.  Við óskum nemendum til hamingju með mjög góðan árangur.

 

Úrslit:

1. Örn Steinar Sigurbjörnsson, 6.S

5. Jakob Þórir Hansen, 6.R

6.-7. Katla Rut Róbertsdóttir Kluvers, 6.S

6.-7. Viktor Logi Þórisson, 5.T

8.-11. Andri Már Tómasson, 6.S

8.-11. Arnar Ágúst Kristjánsson, 6.Y

8.-11. Tómas Helgi Harðarson, 6.M

12.-13. Kári Hlynsson,  5.M

12.-13. Saga Ingadóttir, 5.S

14.-17. Guðrún Erna Einarsdóttir, 5.M

14.-17. Guðrún Rós Guðmundsdóttir, 6.U

14.-17. Hallgrímur Haraldsson, 4.D

18.-25. Ásdís Karen Árnadóttir, 5.M

18.-25. Dagur Björn Benediktsson, 5.M

18.-25. Fehima Líf Purisevic, 6.S

18.-25. Guðrún Soffía Hauksdóttir, 6.S

18.-25. Isabella Maria Eriksdóttir, 6.R

18.-25. Íris Arnarsdóttir, 6.T

18.-25. Kjartan Þorri Kristjánsson, 6.S

18.-25. Ragnhildur Sara Bergsdóttir, 4.D

Gettu betur lið skólans komst áfram í 3. umferð keppninnar í gærkvöldi. Við óskum þeim til hamingju með árangurinn. 

Nemendum í 6.bekk máladeildar var boðið í heimsókn í utanríkisráðuneytið.

Á móti okkur tóku María Mjöll Jónsdóttir, deildarstjóri, Sveinn H. Guðmarsson, fjölmiðlafulltrúi og Sturla Sigurjónsson, ráðuneytisstjóri. Þess má geta að þau eru öll útskrifuð úr máladeild MR.

Nemendur fengu kynningu á starfsemi ráðuneytissins, bæði innanlands og um allan heim.

Nemendur og kennarar máladeildar voru sammála um að heimsóknin hefði verið fræðandi, skemmtileg og gagnleg.

Við þökkum utanríkisráðuneytinu fyrir frábærar móttökur.

Stöðupróf í pólsku, dönsku og ensku verða haldin í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti föstudaginn 7. febrúar 2020.

Prófin byrja klukkan 14 í stofu 255 (á annarri hæð í nýbyggingu).

Skráning fer fram á:

https:/https://forms.office.com/Pages/ResponsePage.aspx?id=27I0Ww2W-UOdn2HvwA_JqwmOhNCa2TlMl8EEdFet47FUMlZROVBBN1FUT0IwTzU5WERTODhNQkhaUC4u

Greiða þarf 15.000 kr próftökugjald fyrir mánudaginn 3. febrúar.

Kennitala skólans er: 590182-1099, banki 0537-26-50161.

Vinsamlegast setjið kennitölu nemanda í skýringu og sendið kvittun fyrir greiðslu á
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Mest geta nemendur fengið 20 feiningar metnar í 3. máli og tvo áfanga á 2. þrepi í ensku og dönsku.

Nemendur utan FB eru velkomnir.

Með kveðju,
Brynja Stefánsdóttir,
Sviðsstjóri bóknáms í FB


Hannes Björn Friðsteinsson, umsjónarmaður fasteigna lét af störfum við skólann um áramótin eftir 31 árs starf.   

Skólinn þakkar honum ómetanlegt starf og óskar honum velfarnaðar um ókomin ár.