Svo sem við er að búast í gamalli stofnun hafa smám saman orðið til allmargir sjóðir við skólann sem gamlir nemendur og aðrir velunnarar skólans hafa stofnað. Úr langflestum þessara sjóða eru veitt verðlaun fyrir ágæta frammistöðu á prófi.
Verðlaunasjóðir eru:
- Legatssjóður dr. Jóns Þorkelssonar fyrir hæstu einkunn á stúdentsprófi.
- Verðlaunasjóður P.O. Christensens lyfsala og konu hans fyrir frábær námsafrek (veitt fyrir næsthæstu einkunn á stúdentsprófi).
- Gullpennasjóður efnir til ritgerðasamkeppni meðal stúdentsefna og getur veitt áletraðan penna í verðlaun fyrir bestu ritgerðina.
- Minningarsjóður Jóhannesar Sigfússonar yfirkennara fyrir hæstu samanlögðu árseinkunn og prófseinkunn í sagnfræði á stúdentsprófi.
- Minningar- og verðlaunasjóður dr.phil. Jóns Ófeigssonar fyrir hæstar einkunnir við árspróf og stúdentspróf.
- Verðlaunasjóður 40 ára stúdenta frá 1903 fyrir hæstu einkunn í latínu við stúdentspróf.
- Minningarsjóður Páls Sveinssonar yfirkennara fyrir frábæra prúðmennsku og stundvísi.
- Minningarsjóður Skúla læknis Árnasonar fyrir góða frammistöðu í latínu við stúdentspróf (oft veitt fyrir næsthæstu einkunn).
- Minningar- og verðlaunasjóður Þorvalds Thoroddsens fyrir ágæta kunnáttu í náttúrufræði.
- Minningarsjóður Pálma rektors Hannessonar fyrir vel unnin störf á sviði náttúrufræði, íslensku og tónlistar.
- Minningarsjóður Boga Ólafssonar yfirkennara fyrir hæstu meðaltalseinkunn í ensku á stúdentsprófi.
- Minningarsjóður Sigurðar Thoroddsens fyrir fyrir ágæta kunnáttu í stærðfræði í stærðfræði í máladeild við stúdentspróf.
- Minningarsjóður Kristins Ármannssonar rektors og konu hans til styrktar efnilegum stúdent til framhaldsnáms.
- Minningarsjóður Jóhannesar Sæmundssonar íþróttakennara fyrir ágæta frammistöðu í íþróttum og félagsstörfum.
- Minningarsjóður dr. Björns Guðfinnssonar fyrir ágæta kunnáttu í íslenskum fræðum og málfræði í IV. bekk.
- Íslenskusjóður fyrir bestu ritgerð við árspróf 5. bekkjar.
- Verðlaun frá 50 ára stúdentum 1986 fyrir frábæra kunnáttu í íslensku.
- Þá veitir skólinn og ýmis félög bókaverðlaun fyrir ágætan árangur.
- Úr Bræðrasjóði eru veittir styrkir þeim nemendum sem eiga við bágan fjárhag að stríða, og koma þá fyrst til álita þeir sem ekki njóta annarra styrkja, svo sem dreifbýlisstyrkja. Úthlutun er í höndum nemenda, og ber að sækja um styrkina til inspectors scholae eða trúnaðarmanna hans fyrir 1. mars.
- Úr Aldarafmælissjóði eru veittir styrkir eftir fjárhag sjóðsins efnalitlum en efnilegum stúdentsefnum eða öðrum án umsóknar.
- Minningarsjóður Sigþórs Bessa Bjarnasonar stærðfræðings fyrir frábæra kunnáttu í tölvufræðum. Sjá nánar bessi.is
|