Í síðustu viku var fyrsti fundur í nýju Nordplus verkefni sem skólinn tekur þátt í ásamt Røros Videregående Skole í Noregi. Það voru þær Elín, Freyja, Halla, Urður, Viktoría og Þórhildur í 5.M sem tóku þátt í verkefninu fyrir hönd skólans og auk þeirra tóku 6 norskir nemendur þátt. Fundurinn var rafrænn og nemendur unnu sameiginlega að ýmsum verkefnum tengdum bókmenntum, kvikmyndum, tungumáli og Hávamáli. Það var gaman að fylgjast með skipulagshæfileikum og hugmyndaauðgi nemendanna og sjá hversu vel þeim gekk að vinna saman þrátt fyrir að vera í sitthvoru landi.