Þýskuþraut fór fram 24. mars og þátttakendur í henni voru samtals 63 úr 7 skólum: MR, MH, MA, MS, Borgarholtsskóla, Kvennó og Verzló. Nemendur okkar stóðu sig mjög vel í þýskuþrautinni í ár og þeir hrepptu 8 af efstu 15 sætunum.

Þátttakendum sem lentu í 15 efstu sætunum verður boðið á verðlaunaafhendingu hjá sendiherra Þýskalands, Dietrich Becker.

Við þökkum þessum nemendum fyrir þátttökuna í þýskuþrautinni og óskum þeim innilega til hamingju með góðan árangur.

3. sæti Ísar Ágúst Kristjánsson 6.B

5. sæti Sara Hlín Gísladóttir 6.A

6. sæti Magnús Stephensen 5.U

7. sæti Birta Líf Breiðfjörð Jónasdóttir 6.B

8. sæti Karl Hákon Ólafsson 5.X

11. sæti Jenný Geirdal Kjartansdóttir 6.A

12. sæti Embla Waage 5.A

14. sæti Kristján Sölvi Örnólfsson 5.X