Miðvikudaginn 10. mars fór fram verðlaunaafhending í smásögukeppni Félags enskukennara á Íslandi.

Boðið var til athafnar á Bessastöðum og veitti forsetafrúin Elisa Reid verðlaun.

Að þessu sinni var metþátttaka í keppninni og náði Hulda Eir Sævarsdóttir 5.X þeim frábæra árangri að fá þriðju verðlaun í flokki framhaldsskólanema.

Við óskum Huldu innilega til hamingju með þennan frábæra árangur.