Ágætu nemendur,

Nú er enn einni vikunni að ljúka þar sem þið hafið þurft að sætta ykkur við skerta staðkennslu. Við þökkum fyrir jákvæðni ykkar og samviskusemi í náminu en jafnframt gerum við okkur grein fyrir að þetta er ekki óskastaðan.

Skipulag kennslu í næstu viku verður með sama hætti og í þessari viku. Og sprittun og grímur verða áfram á sínum stað fyrir ykkur. Við höfum heyrt í ykkur mörgum eða foreldrum ykkar í dag og það gleður okkur að heyra að þið eruð full áhuga og stefnið á að mæta sem best þá daga sem gert er ráð fyrir að þið mætið í næstu viku.

Með kærri kveðju,

Elísabet Siemsen, rektor