Nemendur á framhaldsskólastigi sem stunda nám fjarri heimili sínu geta sótt um styrk til jöfnunar á námskostnaði. Opnað verður fyrir umsóknir 1. september og lokadagsetning til að sækja um jöfnunarstyrk er 15. október næstkomandi.

Nemendur geta sótt um jöfnunarstyrkinn með rafrænum skilríkjum á „Mitt lán“ sem aðgengilegt er á síðunni www.menntasjodur.is eða á island.is.

Nemendur og aðstandendur þeirra eru hvattir til að kynna sér reglur um styrkinn á vef Menntasjóðsins.