Á morgun munum við senda út nýja áætlun um kennsluna og sóttvarnarhólf. Kennsla eftir nýrri áætlun mun hefjast á miðvikudag.

Með þeim breytingum sem hafa orðið á fjöldatakmörkunum í sóttvarnarhólfum munum við geta gert nemendum kleift að koma annan hvern dag í skólann.

Breytingar munu því bæði verða á kennslunni sjálfri og stofutöflunni. Við munum nota daginn í dag til að fínpússa áætlunina og undirbúa stofur undir kennslu.

 

NEMENDUR ATHUGIÐ: VINSAMLEGAST LESIÐ VEL PÓSTINN SEM ÞIÐ FÁIÐ Á MORGUN!