Föstudaginn 28. maí voru brautskráðir 190 nýstúdentar við tvær athafnir, 30 nemendur af máladeildum, 50 af eðlisfræðideildum og 110 af náttúrufræðideildum.

Árangur þessa glæsilega hóps var ákaflega góður en 29 nemendur luku stúdentsprófi með ágætiseinkunn.

Vigdís Selma Sverrisdóttir var dúx skólans með einkunnina 9,93.

Við óskum öllum nýstúdentum innilega til hamingju með árangurinn og óskum þeim góðs gengis við nám og störf í framtíðinni.