1. Almenna landskeppnin í efnafræði fór fram í framhaldsskólum landsins fimmtudaginn 25. febrúar. Alls tóku 88 nemendur þátt, úr fimm skólum.

Sigurvegari 20. Almennu landskeppninnar í efnafræði er Oliver Sanchez, nemandi við MH, en hann hlaut 67 stig af 100 mögulegum. Meðalstigafjöldi allra keppenda var 30,9 stig.

14 efstu keppendum er boðið að taka þátt í úrslitakeppni sem verður haldin í Háskóla Íslands helgina 20.-21. mars næstkomandi (nánari tímasetningn verður gefin út síðar). Þessir nemendur eru:

 

1. Oliver Sanchez MH
2. Jón Valur Björnsson MR
3. Vigdís Selma Sverrisdóttir MR
4. Helga Björg Þorsteinsdóttir Kvennó
5.-6. Telma Jeanne Bonthonneau MH
5.-6. Daníel Heiðar Jack MR
7.-8. Ísak Hugi Einarsson MR
7.-8. Matthildur María Magnúsdóttir MR
9.-10. Viktor Már Guðmundsson MR
9.-10. Kári Hlynsson MR
11. Katrín Ósk Einarsdóttir MR
12. Dagur Björn Benediktsson MR
13. Kristján Sölvi Örnólfsson MR
14. Guðrún Erna Einarsdóttir MR

 

Til hamingju með góðan árangur!

Fjórum efstu keppendum úrslitakeppninnar verður boðið að taka þátt í 5. Norrænu efnafræðikeppninni sem haldin verður á Íslandi dagana 19.-23. júlí og 53. Alþjóðlegu Ólympíukeppninni í efnafræði sem haldin verður gegnum netið frá Japan, dagana 24. júlí – 2. ágúst.