Menntaskólinn í Reykjavík

Fréttir

Skólaslit 2013

Menntaskólanum í Reykjavík var slitið föstudaginn 31. maí. Brautskráðir voru 232 nýstúdentar.

Dúx árgangsins er Birta Bæringsdóttir, 6.S, með ágætiseinkunn 9,81 en þetta er sjötta hæsta einkunn í sögu skólans. Semidúx er Elínrós Þorkelsdóttir, 6.U, með ágætiseinkunn 9,62. Aðrir nýstúdentar með ágætiseinkunn voru tíu.

Kór Menntaskólans í Reykjavík söng við athöfnina undir stjórn Kára Þormars og Arna Rut Emilsdóttir og Sigrún Grímsdóttir léku á píanó og fiðlu 2. kafla úr verkinu Five Melodies eftir Sergei Prokofieff sem heitir Lento, ma non troppo.

Fjölmargir afmælisstúdentar voru viðstaddir athöfnina og færðu skólanum góðar gjafir. Við athöfnina fluttu fulltrúar afmælisstúdenta ræður. Jónas Kristjánsson talaði fyrir hönd 70 ára stúdenta, Gunnar Jónsson talaði fyrir hönd 60 ára stúdenta, Friðrik Sophusson fyrir hönd 50 ára stúdenta og Birgir Ármannsson fyrir hönd 25 ára stúdenta. Jón Áskell Þorbjarnarson ávarpaði samkomuna fyrir hönd nýstúdenta.

picasa_albumid=5885743786755602897

Norræna stærðfræðikeppnin var haldin 8. apríl. Alls tóku 83 keppendur þátt, þar af 16 frá Íslandi, 11 þeirra úr MR. MR-ingar náðu góðum árangri:

  • Sigurður Jens Albertsson 4.T  í 4. sæti
  • Benedikt Blöndal 6.X í  7. - 10. sæti
  • Sigurður Kári Árnason 6.X í 11. - 14. sæti.

Til hamingju með góðan árangur!

Frú Vigdís Finnbogadóttir, forseti Íslands 1980-1996 og Velgjörðasendiherra Sameinuðu þjóðanna í tungumálum og rektor Menntaskólans í Reykjavík  undirrituðu í dag  samning þess eðlis að vinna að vexti og viðgangi Fornmáladeildar Menntaskólans í Reykjavík.
Í samningnum segir m.a. "Menntaskólinn í Reykjavík á sér langa sögu og allt frá upphafi hafa fornmál skipað veglegan sess. Skólinn er eini skólinn hérlendis sem enn starfrækir fornmáladeild. Í þessum samningi er áréttað mikilvægi þess að efla deildina...Með því vill skólinn tryggja sérstöðu sína og frú VIgdís Finnbogadóttir verður verndari deildarinnar.

picasa_albumid=5873370420698433665
Myndirnar tók Björn Búi Jónsson

Dimission 2013

Dimission 6. bekkinga fór fram þ. 24. apríl. Þetta var ánægjulegur dagur fyrir bæði nemendur og kennara. 234 stúdentsefni ganga undir stúdentspróf í vor. Brautskráning stúdenta verður föstudaginn 31. maí.

picasa_albumid=5873366873521907617
Myndirnar tók Guðjón Ragnar Jónasson

Opið hús í skólanum

Laugardaginn 6. apríl  var opið hús í Menntaskólanum í Reykjavík. 10. bekkingar og forráðamenn þeirra voru boðnir velkomnir í skólann til að kynna sér nám, félagslíf nemenda og annað starf í skólanum. Nemendur og starfsfólk skólans sáu um kynninguna. Mikill fjöldi fólks lagði leið sína í skólann á opna húsið eins og meðfylgjandi myndir sýna.  Við þökkum öllum þeim sem komu í heimsókn til okkar þennan dag.

picasa_albumid=5867925612293584801