Félag enskukennara á Íslandi (FEKÍ) hélt árlega smásagnakeppni á öllu landinu og var þemað í ár „Journey“. Síðastliðinn mánudag voru verðlaunin afhent við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Forsetafrúin okkar Eliza Reid afhenti verðlaunin og nemendur okkar í MR náðu þeim frábæra árangri að hljóta fyrstu og þriðju verðlaun. Elín Embla Grétarsdóttir í 5.A hlaut þriðju verðlaun fyrir söguna „A Sailor‘s Last Trip to the Sea “ og  Ásta Kristbjörnsdóttir í 4.H hlaut fyrstu verðlaun fyrir söguna „Just a Girl“.  Stórglæsilegur árangur og við óskum þeim innilega til hamingju. Hægt er að lesa sögurnar þeirra hérna fyrir neðan.

A Sailor‘s Last Trip to the Sea

Just a Girl