Annar fundur í Erasmus verkefninu var 7.—11. febrúar 2022. Fimm kennarar fóru á vegum skólans til Brakel, Belgíu . Þær þjóðir sem eru í verkefninu eru auk Íslands og Belgíu, Grikkland, sem stjórnar verkefninu, Serbía og Portúgal.  Aðal tilgangur fundarins var hvernig gestgjafarnir notuðu Google Classroom í fjarnámi á meðan á Covid stóð, sérstaklega hvað varðar STEM  (science, Technology, engineering and math) áfanga og hvernig þeir notuðu SmartSchool til að hafa umsjón með einkunnum, mætingu, samskipum og öðru er varðar fjarkennslu.

Þátttakendur fengu að reyna við þrívíddarhönnun með Tinkercad forritinu og öðrum hugbúnaði. Kennarar fengu einnig að kynnast hvernig hægt er að nýta tölvuleiki í kennslu.  Sögukennarinn Michael De Borre sýndi hvernig nota mætti fræðsluútgáfuna af leiknum Assassin´s Creed til að sýna á skemmtilegan og gagnvirkan hátt ferð um Egyptaland og Grikkland til forna. Að lokum var sýnt hvernig nota mætti sýndarveruleika í kennslu.

Þetta var skemmtilegt og fræðandi ferð og þökkum við gestgjöfum okkar í Belgíu kærlega fyrir að taka vel á móti okkur.