Komið hefur upp COVID-19 smit hjá starfsmanni skólans. Viðeigandi ráðstafanir hafa verið gerðar og eru allir nemendur og starfsmenn sem voru í samneyti við viðkomandi komnir í sóttkví. Sótthreinsun og þrif hafa farið fram. Nám og kennsla í skólanum getur því haldið áfram með sama hætti og í síðustu viku. Skólinn hvetur nemendur og starfsfólk til að virða grímunotkun og fjarlægðartakmörk.