Eins og þið öll vitið er útlitið svipað nú og í upphafi vikunnar og gerum við ráð fyrir að sóttvarnayfirvöld muni ekki endurskoða ákvarðanir sínar fyrr en þann 19. okt eins og boðað hefur verið.

Miðað við stöðuna núna heldur fjarnámið áfram amk fram að haustfríi 22. og 23. október nema miklar tilslakanir komi óvænt fyrir þann tíma. Ef svo verður munum við að sjálfsögðu endurskoða málið.

Bestu kveðjur til ykkar allra, það er gott ef þið getið eflt samskipti ykkar á netinu eins og svo mörg ykkar eru svo góð í. Þetta tímabil tekur enda, svo mikið er víst. Verum dugleg í að leggja okkur fram með því að hlýða fyrirmælum yfirvalda.