Lesaðstaða í jólaprófum
Lesaðstaða fyrir nemendur verði opin í Íþöku 8-16 og í húsnæði Dómkirkjunnar 10-18 alla virka daga á meðan á prófum stendur.
Lesaðstaða fyrir nemendur verði opin í Íþöku 8-16 og í húsnæði Dómkirkjunnar 10-18 alla virka daga á meðan á prófum stendur.
Búið er að innleiða nýjar reglur varðandi sóttvarnir. Grímuskylda verður tekin upp að nýju, reglurnar eru í raun þær sömu og við bjuggum við fyrir ekki svo löngu síðan: allir bera grímur á göngum skólans en nemendur mega taka niður [...]
Foreldrafélag Menntaskólans í Reykjavík heldur aðalfund sinn þriðjudaginn 2. nóvember kl. 17. Fundurinn verður haldinn á sal skólans á 2. hæð í gamla húsinu. Farið verður yfir störf nýliðins skólaárs og línur lagðar fyrir nýhafið skólaár. Þá verður kosin stjórn [...]
Hausthlé er í skólanum 15. og 18. október. Kennsla hefst aftur samkvæmt stundaskrá 19. október. Við vonum að þið hafið það gott í fríinu og hlökkum til að sjá ykkur aftur á þriðjudaginn.
Minningarsjóður Önnu Claessen la Cour veitir íslensku námsfólki styrki til að stunda framhaldsnám í Danmörku. Nemendur úr Menntaskólanum í Reykjavík njóta einkum þessara styrkja, en Anna varð stúdent frá MR árið 1933, tæplega 18 ára að aldri. Umsóknarfrestur er til [...]
Bóksala skólans er opin alla virka daga milli 8 og 15. Bóksalan er staðsett á skrifstofu skólans á 1. hæð í Gamla Skóla.