Búið er að innleiða nýjar reglur varðandi sóttvarnir. Grímuskylda verður tekin upp að nýju, reglurnar eru í raun þær sömu og við bjuggum við fyrir ekki svo löngu síðan: allir bera grímur á göngum skólans en nemendur mega taka niður grímur þegar þeir eru sestir í sæti sín í stofunni.  Passið upp á að hafa persónulegar sóttvarnir á hreinu. Gerðar hafa verið ráðstafanir til að nægjanlegt magn af grímum og spritti sé til.

Við vonum svo sannarlega að okkur takist að ljúka haustmisserinu í staðnámi.