Foreldrafélag Menntaskólans í Reykjavík heldur aðalfund sinn þriðjudaginn 2. nóvember kl. 17. Fundurinn verður haldinn á sal skólans á 2. hæð í gamla húsinu. Farið verður yfir störf nýliðins skólaárs og línur lagðar fyrir nýhafið skólaár. Þá verður kosin stjórn félagsins. Allir áhugasamir foreldrar nemenda við skólann eru hvattir til að mæta. Vakin er athygli á því að félagið er með síðu á Facebook þar sem m.a. má finna frásagnir af starfi þess og aðrar upplýsingar: https://www.facebook.com/ForeldrafelagMR